Erlent

Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni

Atli Ísleifsson skrifar
Íslendingar fá bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga frá Janssen, en það er háð markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu.
Íslendingar fá bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga frá Janssen, en það er háð markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu. AP

Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum.

Efnið er framleitt af belgíska lyfjaframleiðandanum Janssen sem aftur er í eigu lyfjarisans Johnson&Johnson og er það mun ódýrara í framleiðslu en efnin frá Pfizer og Moderna sem þegar eru í notkun. Þá þarf aðeins eina sprautu af Janssen efninu en tvær af hinum tegundunum.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir heimildum innan úr Hvíta húsinu að þar á bæ vonist menn til að hægt verði að dreifa þremur milljónum skammta af efninu strax í næstu viku, fáist markaðsleyfi.

Íslendingar fá bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga frá Janssen, en það er háð markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu en áætluð afhending hér á landi er á öðrum ársfjórðungi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×