Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 23:33 Bandaríska leyniþjónustan og rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segja nær víst að krónprinsinn hafi átt hlut að máli. epa Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. Þetta kemur fram í leynilegum skjölum sem voru lögð fram í tengslum við dómsmál í Kanada en þau þykja renna stöðum undir þá kenningu að krónprinsinn, jafnan kallaður MBS, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum, sem var afar gagnrýninn á stjórnvöld. Það er ráðherra í ríkisstjórn Sádi Arabíu sem skrifar undir pappírana, þar sem hann biðlar til ónefnds aðila að gera nauðsynlegar ráðstafanir að fyrirmælum krónprinsins. Samkvæmt skjölunum vildi MBS taka yfir Sky Prime Aviation, með því að láta flytja eignarhald fyrirtækisins undir fjárfestingasjóð ríkisins síðla árs 2017. Eins og fyrr segir voru tvær vélar félagsins notaðar til að flytja morðingja Khashoggi heim í október 2018. Khashoggi, sem meðal annars starfaði fyrir Washington Post, er sagður hafa verið pyntaður og limlestur af morðingjum sínum.epa/Erdem Sahin Birta mögulega skýrslu um morðið á morgun Umræddur fjárfestingasjóður er metinn á um 400 milljarða dala en stjórnarformaður hans er krónprinsinn sjálfur. Fyrrnefnd gögn voru lögð fram af félögum í eigu sádiarabíska ríkisins í spillingarmáli gegn háttsettum embættismanni innan leyniþjónustunnar, Saad Aljabri. Félögin höfðuðu málið á hendur Aljabri eftir að hann sakaði krónprinsinn um að hafa sent aftökusveit til að myrða sig í Kanada, aðeins nokkrum dögum eftir að Khashoggi var ráðinn af dögum. MBS hefur neitað því að hafa fyrirskipað morðið en sagst vera ábyrgur að hluta. Átta menn voru fangelsaðir í tengslum við morðið á blaðamanninum en sérlegur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna sagði réttarhöldin og dómana hlægilega. Bandarísk yfirvöld hyggjast birta skýrslu um morðið á næstu dögum, mögulega strax á morgun, en bandaríska leyniþjónustan CIA komst að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hefði að öllum líkindum fyrirskipað morðið. Þá sagði rannsakandi Sameinuðu þjóðanna óhugsandi að MBS hefði ekki vitað af aftökunni. Fjölmiðlafulltrúi Joe Biden sagði í síðustu viku að forsetinn hygðist „endurskoða“ samskipti Bandaríkjanna og Sádi Arabíu og eiga í samskiptum við konunginn Salman bin Abdulaziz Al-Saud í stað sonar hans. Bandaríkjaforseti er sagður ætla að sniðganga krónprinsinn og eiga samskipti við konunginn.epa/Toru Hanai Stoppuðu stutt, fluttu böðlana heim CNN hefur eftir lögmanni unnustu Khashoggi að uppljóstanirnar um flugvélarnar hafi komið henni ánægjulega á óvart. Hún hefur barist ötullega fyrir réttlæti til handa ástinni sinni. Vélar Sky Prime Aviaton flugu með stærstan hluta hinar fimmtán manna aftökusveitar til og frá Istanbul, þar sem Khashoggi var myrtur. Eftir að þeir höfðu lokið verki sínu lá leiðin beint út á flugvöll. Önnur vélin, með númerið HZ-SK1, lenti seinni part dags og var komin aftur í loftið rúmri klukkustund síðar með sex sveitarmenn innanborðs. Fjórum og hálfum klukkutímum síðar tók hin vélin á loft, undir númerinu HZ-SK2, með sjö sveitarmenn innanborðs. Fyrri vélin flaug til Riyadh með viðkomu í Kaíró en hin millilenti í Dubai. Tveir ferðuðust á almennu farrými frá Istanbul og heim. Samkvæmt skjölunum var Sky Prime Aviation ekki eina félagið sem flutt var undir fjárfestingasjóð sádiarabísku konungsfjölskyldunnar en þau voru nítján talsins. Krónprinsinn var svo áhugasamur um yfirtökuna að hann bað sérstaklega um að vera upplýstur um gang mála, samkvæmt ráðherranum sem skrifaði undir pappírana. CNN fjallar ítarlega um málið. Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Bandaríkin Kanada Fjölmiðlar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þetta kemur fram í leynilegum skjölum sem voru lögð fram í tengslum við dómsmál í Kanada en þau þykja renna stöðum undir þá kenningu að krónprinsinn, jafnan kallaður MBS, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum, sem var afar gagnrýninn á stjórnvöld. Það er ráðherra í ríkisstjórn Sádi Arabíu sem skrifar undir pappírana, þar sem hann biðlar til ónefnds aðila að gera nauðsynlegar ráðstafanir að fyrirmælum krónprinsins. Samkvæmt skjölunum vildi MBS taka yfir Sky Prime Aviation, með því að láta flytja eignarhald fyrirtækisins undir fjárfestingasjóð ríkisins síðla árs 2017. Eins og fyrr segir voru tvær vélar félagsins notaðar til að flytja morðingja Khashoggi heim í október 2018. Khashoggi, sem meðal annars starfaði fyrir Washington Post, er sagður hafa verið pyntaður og limlestur af morðingjum sínum.epa/Erdem Sahin Birta mögulega skýrslu um morðið á morgun Umræddur fjárfestingasjóður er metinn á um 400 milljarða dala en stjórnarformaður hans er krónprinsinn sjálfur. Fyrrnefnd gögn voru lögð fram af félögum í eigu sádiarabíska ríkisins í spillingarmáli gegn háttsettum embættismanni innan leyniþjónustunnar, Saad Aljabri. Félögin höfðuðu málið á hendur Aljabri eftir að hann sakaði krónprinsinn um að hafa sent aftökusveit til að myrða sig í Kanada, aðeins nokkrum dögum eftir að Khashoggi var ráðinn af dögum. MBS hefur neitað því að hafa fyrirskipað morðið en sagst vera ábyrgur að hluta. Átta menn voru fangelsaðir í tengslum við morðið á blaðamanninum en sérlegur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna sagði réttarhöldin og dómana hlægilega. Bandarísk yfirvöld hyggjast birta skýrslu um morðið á næstu dögum, mögulega strax á morgun, en bandaríska leyniþjónustan CIA komst að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hefði að öllum líkindum fyrirskipað morðið. Þá sagði rannsakandi Sameinuðu þjóðanna óhugsandi að MBS hefði ekki vitað af aftökunni. Fjölmiðlafulltrúi Joe Biden sagði í síðustu viku að forsetinn hygðist „endurskoða“ samskipti Bandaríkjanna og Sádi Arabíu og eiga í samskiptum við konunginn Salman bin Abdulaziz Al-Saud í stað sonar hans. Bandaríkjaforseti er sagður ætla að sniðganga krónprinsinn og eiga samskipti við konunginn.epa/Toru Hanai Stoppuðu stutt, fluttu böðlana heim CNN hefur eftir lögmanni unnustu Khashoggi að uppljóstanirnar um flugvélarnar hafi komið henni ánægjulega á óvart. Hún hefur barist ötullega fyrir réttlæti til handa ástinni sinni. Vélar Sky Prime Aviaton flugu með stærstan hluta hinar fimmtán manna aftökusveitar til og frá Istanbul, þar sem Khashoggi var myrtur. Eftir að þeir höfðu lokið verki sínu lá leiðin beint út á flugvöll. Önnur vélin, með númerið HZ-SK1, lenti seinni part dags og var komin aftur í loftið rúmri klukkustund síðar með sex sveitarmenn innanborðs. Fjórum og hálfum klukkutímum síðar tók hin vélin á loft, undir númerinu HZ-SK2, með sjö sveitarmenn innanborðs. Fyrri vélin flaug til Riyadh með viðkomu í Kaíró en hin millilenti í Dubai. Tveir ferðuðust á almennu farrými frá Istanbul og heim. Samkvæmt skjölunum var Sky Prime Aviation ekki eina félagið sem flutt var undir fjárfestingasjóð sádiarabísku konungsfjölskyldunnar en þau voru nítján talsins. Krónprinsinn var svo áhugasamur um yfirtökuna að hann bað sérstaklega um að vera upplýstur um gang mála, samkvæmt ráðherranum sem skrifaði undir pappírana. CNN fjallar ítarlega um málið.
Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Bandaríkin Kanada Fjölmiðlar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira