Enski boltinn

Henderson sagður frá í þrjá mánuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henderson liggur óvígur eftir og Curtis Jones líst ekkert á blikuna.
Henderson liggur óvígur eftir og Curtis Jones líst ekkert á blikuna. Paul Ellis/AP

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er sagður vera á meiðslalistanum næstu þrjá mánuði vegna meiðsla á nára eftir að hafa meiðst í 2-0 tapinu gegn Everton um helgina.

The Sun greinir frá því að Henderson verði frá næstu tólf vikurnar. Það myndi nánast binda á leiktíðina hjá honum og setur EM í hættu hjá honum í sumar.

Henderson fór af velli eftir hálftíma í tapinu gegn Everton á laugardaginn. Henderson hljóp við Abdoulaye Doucoure sem reif aðeins í treyju fyrirliðans sem skyndilega féll til jarðar.

Enski landsliðsmaðurinn reyndi að spila áfram en að endingu varð hann að fara af velli og Klopp sagði eftir leikinn að enginn í læknateyminu væri jákvæður varðandi meiðslin. Þetta liti ekki vel út.

Henderson fór í læknisskoðun á mánudaginn og nú hefur The Sun eftir sínum heimildum að tímabilið er í hættu. Þetta eru enn ein vandræðin í varnarlínu Liverpool en Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Fabinho eru allir á meiðslalistanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.