Innlent

Fallist á gæsluvarðhald yfir öllum fimm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Morðið í Rauðagerði hefur valdið óhug meðal íbúa í Smáíbúðahverfinu og víðar.
Morðið í Rauðagerði hefur valdið óhug meðal íbúa í Smáíbúðahverfinu og víðar. vísir/vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn.

Karlmennirnir fimm, sem allir munu vera á fertugsaldri, sæta því varðhaldi til miðvikudagsins 3. mars en varðhaldið er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Þegar mest var voru níu í gæsluvarðhaldi en tveimur var sleppt í gær en gerð krafa um farbann. Nú eru því sjö í gæsluvarðhaldi og tveir sæta farbanni.

Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum varðandi rannsókn sína á málinu. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni hefur þó sagt sönnunargögn í málinu sterk og að lögregla hafi náð til þeirra sem þeir telji tengjast málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×