Leeds rúllaði yfir Sout­hampton í síðari hálf­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Raphinha skoraði þriðja mark Leeds í kvöld.
Raphinha skoraði þriðja mark Leeds í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leeds United vann 3-0 sigur á Southampton er liðin mættust á Elland Road. Öll mörkin komu í síðari hálfleik.

Segja má að Andre Marriner, dómari leiksins, hafi verið í aðalhlutverki í fyrri hálfleik þar sem myndbandsdómgæslan tók til baka vítaspyrnu sem Southampton fékk og hann lét gestina taka aukaspyrnu á nýjan leik eftir að þeir höfðu tekið hana fljótt og skorað.

Staðan eins og áður sagði markalaus í hálfleik en heimamenn fóru á kostum í þeim síðari. Patrick Bamford kom Leeds yfir strax í upphafi síðari hálfleiks með góðu skoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið sendingu frá Tyler Roberts.

Stuart Dallas bætti við öðru marki Leeds á 78. mínútu eftir sendingu Helder Costa og Raphinha gerði út um leikinn með þriðja marki Leeds sex mínútum síðar. Lokatölur 3-0 og Leeds komið með 35 stig í 10. sæti deildarinnar. Southampton er á sama tíma í 14. sæti með 30 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira