Ætla að opna hárgreiðslustofur og leyfa áhorfendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2021 17:36 Boris Johnson, breski forsætisráðherrann, með áætlunina í svartri möppu. Hann verður ef til vill ánægður að komast í klippingu þann 12. apríl ef áætlunin heldur. AP/Matt Dunham Skólar verða opnaðir á ný á Bretlandi þann 8. mars og fólk á dvalarheimilum má fá einn gest. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áform um afléttingu takmarkana í dag. Áætlun Bretlandsstjórnar skiptist í fjóra hluta en greindum smitum á dag hefur fækkað mikið frá hápunktinum um áramótin. Á milli skrefanna fjögurra munu stjórnvöld safna saman gögnum og skoða þau til þess að ákveða hvort ráðlegt sé að halda áfram. Breytingarnar munu taka gildi á landinu öllu. Skólar opnaðir og hittingar utandyra Strax þann 8. mars verða skólar opnaðir á ný og Bretum verður leyft að hitta að hámarki einn utandyra, til dæmis til þess að fá sér kaffibolla saman. Íbúar dvalarheimila mega fá að hámarki einn gest en að öðru leyti eiga landsmenn enn að halda sig heima. Fyrsti hluti áætlunarinnar er tvískiptur en þann 29. mars verður heimilt að koma saman utandyra í sex manna hópum. Íþróttaiðkun utandyra verður leyfð á ný og tilskipun um að halda sig heima fellur úr gildi. Fólki verður þó enn ráðlagt að vinna að heiman. Allir í klippingu Stefnt er að því að heimila opnun hárgreiðslu- og naglastofa og annarrar starfsemi sem ekki telst bráðnauðsynleg þann 12. apríl. Loksins komast Bretar sum sé í klippingu. Bjórþyrstir Bretar geta svo mætt aftur á barinn þennan sama dag, en einungis utandyra. Líkamsræktarstöðvar, dýragarðar og sundlaugar verða opnaðar á ný og þrjátíu mega sækja jarðarfarir. Raheem Sterling skoraði sigurmark Manchester City gegn Arsenal um helgina en engir áhorfendur voru á vellinum til að fagna markinu. Það gæti breyst þann 17. maí.AP/Julian Finney Áhorfendur á íþróttaleikjum Þann 17. maí, sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna, verða samkomur utandyra takmarkaðar við þrjátíu og sex verður heimilt að hittast innanhúss. Hægt verður að setjast inn á krár eða í bíósal. Áhugafólk um íþróttir gleðst væntanlega yfir þeim tíðindum að til stendur að leyfa þúsund áhorfendur innanhúss og fjögur þúsund undir berum himni. Á stórum leikvöngum, til dæmis knattspyrnuvöllum, mega áhorfendur vera tíu þúsund. Síðasti hlutinn er svo þann 21. júní og er stefnt að því að afnema allar takmarkanir á samkomur þann dag. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Áætlun Bretlandsstjórnar skiptist í fjóra hluta en greindum smitum á dag hefur fækkað mikið frá hápunktinum um áramótin. Á milli skrefanna fjögurra munu stjórnvöld safna saman gögnum og skoða þau til þess að ákveða hvort ráðlegt sé að halda áfram. Breytingarnar munu taka gildi á landinu öllu. Skólar opnaðir og hittingar utandyra Strax þann 8. mars verða skólar opnaðir á ný og Bretum verður leyft að hitta að hámarki einn utandyra, til dæmis til þess að fá sér kaffibolla saman. Íbúar dvalarheimila mega fá að hámarki einn gest en að öðru leyti eiga landsmenn enn að halda sig heima. Fyrsti hluti áætlunarinnar er tvískiptur en þann 29. mars verður heimilt að koma saman utandyra í sex manna hópum. Íþróttaiðkun utandyra verður leyfð á ný og tilskipun um að halda sig heima fellur úr gildi. Fólki verður þó enn ráðlagt að vinna að heiman. Allir í klippingu Stefnt er að því að heimila opnun hárgreiðslu- og naglastofa og annarrar starfsemi sem ekki telst bráðnauðsynleg þann 12. apríl. Loksins komast Bretar sum sé í klippingu. Bjórþyrstir Bretar geta svo mætt aftur á barinn þennan sama dag, en einungis utandyra. Líkamsræktarstöðvar, dýragarðar og sundlaugar verða opnaðar á ný og þrjátíu mega sækja jarðarfarir. Raheem Sterling skoraði sigurmark Manchester City gegn Arsenal um helgina en engir áhorfendur voru á vellinum til að fagna markinu. Það gæti breyst þann 17. maí.AP/Julian Finney Áhorfendur á íþróttaleikjum Þann 17. maí, sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna, verða samkomur utandyra takmarkaðar við þrjátíu og sex verður heimilt að hittast innanhúss. Hægt verður að setjast inn á krár eða í bíósal. Áhugafólk um íþróttir gleðst væntanlega yfir þeim tíðindum að til stendur að leyfa þúsund áhorfendur innanhúss og fjögur þúsund undir berum himni. Á stórum leikvöngum, til dæmis knattspyrnuvöllum, mega áhorfendur vera tíu þúsund. Síðasti hlutinn er svo þann 21. júní og er stefnt að því að afnema allar takmarkanir á samkomur þann dag.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira