Enski boltinn

„Mjög erfitt og þú gast séð það í and­litinu á leik­mönnunum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svekkelsið var eðlilega mikið í herbúðum Liverpool í kvöld.
Svekkelsið var eðlilega mikið í herbúðum Liverpool í kvöld. Laurence Griffiths/Getty Images

Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag.

Richarlison kom Everton yfir á þriðju mínútu og Gylfi Þór Sigurðsson tvöfaldaði forystun fyrir Everton í síðari hálfleik.

„Þú veist hvað þetta er þýðingarmikið fyrir félagið, stuðningsmennina og leikmennina. Þetta er ansi þýðingarmikið og þetta tap er mjög vont,“ sagði Wijnaldum við Sky Sports og hélt áfram:

„Við vorum að reyna að spila í fyrsta markinu og misstum boltann. Sérstaklega í byrjun áttu ekki að taka miklar áhyggjur og þeir skoruðu. Þeir áttu eitt annað færi en við vorum betri.“

„Að missa leikmenn í meiðsli setur tímabilið í annað samhengi. Við getum þó ekki leikið fórnarlömb. Við þurfum að sætta okkur við stöðuna og gefa allt þangað til í lok tímabilsins.“

„Þetta er mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum. En við erum í þessari stöðu og þurfum að halda áfram. Að vinna leiki í ensku úrvalsdeildinni er ekki auðvelt og meiðslin gerir það ekki léttara en við erum þó enn með liðið sem getur snúið þessu,“ bætti sá hollenski við.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.