Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum nú síðdegis. Maðurinn er sá níundi sem er úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu að því er segir í tilkynningunni.
Í gær voru tveir til viðbótar handteknir í tengslum við rannsókn málsins og voru þeir þá alls orðnir tíu sem voru í haldi vegna málsins. Ekki lá þá fyrir hvort farið yrði yfir gæsluvarðhald yfir þeim sem handteknir voru í gær. Nú er ljóst að að minnsta kosti annar þeirra hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Albanskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana fyrir utan heimili hans við Rauðagerði um síðustu helgi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann var handtekinn á miðvikudag og húsleit gerð á heimili hans, þar sem ummerki eftir skotvopn fundust.
Fréttin hefur verið uppfærð.