Fótbolti

Fimm­tán ára sam­herji Orra og Hákonar á lista Bayern, Ajax og Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roony Bardghij er einn eftirsóttasti leikmaður Danmörku og gæti verið seldur fyrir stórar fjárhæðir.
Roony Bardghij er einn eftirsóttasti leikmaður Danmörku og gæti verið seldur fyrir stórar fjárhæðir. mynd/fck.dk

Roony Bardghij er fimmtán ára Svíi sem er nú á allra vörum í Danmörku. Sá sænski leikur með unglingaliði FCK en nú eru stórlið á borð við Barcelona, Bayern Munchen og Ajax sögð með þann sænska ofarlega á óskalista sínum.

Roony skrifaði undir sinn fyrsta samning við FCK þann 15. nóvember, er hann mátti það vegna aldurs, og hefur hann raðað inn mörkum í U17-deildinni. Síðan þá hefur hann verið upp í U19-ára lið félagsins.

Orri Óskarsson og Hákon Arnar Haraldsson leika með U19 ára liði félagsins og eru því samherjar þess sænska en samkvæmt heimildum BT horfa stórlið hýru auga til þess sænska. Barcelona og Ajax eru sögð nú þegar hafa viljað fá hann til æfinga hjá sér.

William Kvist, tímabundinn yfirmaður knattspyrnumála hjá FCK, vildi lítið tjá sig um sögusagnirnar í samtali við BT — en hann segir að FCK og Roony séu sammála því að hann eigi að halda áfram að bæta sig hjá FCK og svo sjá þeir hvað gerist.

Roony Bardghij hafði skorað fimmtán mörk í U17-ára deildinni áður en hann var færður upp í U19-ára lið. Það eru jafn mörg mörk og Orri en FCK er á toppi riðilsins. Nokkur mörk Ronny má sjá hér að neðan en hann kom til FCK frá Malmö.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.