Erlent

Banda­ríkin nú form­legir aðilar að Parísar­sam­komu­laginu á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst ætla að leggja mikla áherslu á loftslagsmál í valdatíð sinni.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst ætla að leggja mikla áherslu á loftslagsmál í valdatíð sinni. Getty/Pete Marovich

Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með þessu muni færast aukin orka í baráttuna og að Bandaríkin ætli sér að draga verulega úr losun á næstu þremur áratugum.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu segja sig frá samkomulaginu, þar sem það væri ósanngjart og of dýrkeypt Bandaríkjunum.

Af þeim nærri tvö hundruð ríkjum heims sem staðfestu Parísarsamkomulagið er Bandaríkin eina ríkið sem hefur sagt sig frá því.

Biden tilkynnti þegar á fyrsta degi sínum í embætti að Bandaríkin myndu aftur gerast aðilar að samkomulaginu. 

Forsetinn hafði áður sagst munu leggja mikla áherslu á loftslagsmál í valdatíð sinni, en fyrrverandi utanríkisráðherrann, John Kerry, hefur verið skipaður sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.