Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:11 Fleiri mega fara á skíði samkvæmt nýjum sóttvarnareglum fyrir skíðasvæði landsins. Vísir/Vilhelm Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar. Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar.
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23
800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent