Erlent

Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, skorar á Evrópuríki og Bandaríkin til að senda hluta af bóluefnum sem til eru í löndunum til fátækari hluta heimsins.
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, skorar á Evrópuríki og Bandaríkin til að senda hluta af bóluefnum sem til eru í löndunum til fátækari hluta heimsins. Getty/Chesnot

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins.

Macron segir í samtali við Financial Times að ef mönnum mistekst að deila bóluefninu á sanngjarnan hátt um allan heim muni það aðeins staðfesta ójöfnuðinn í heiminum enn frekar.

Macron lét þessa skoðun í ljós í aðdraganda leiðtogafundar G7 ríkjanna sem hefst síðar í dag. Þá er búist við því að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni á fundinum tilkynna um að Bandaríkjamenn ætli sér að setja fjóra milljarða dala í Covax-áætlunina, sem miðar að því að dreifa bóluefni gegn Covid 19 til fátækari þjóða.

Bandaríkjamenn ákváðu þegar Donald Trump var forseti að taka ekki þátt í verkefninu en nú er orðin breyting þar á.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.