Mya Thwe Thwe Khaing var að mótmæla valdaráni hersins í landinu þegar hún fékk skot í höfuðið.
Hún er fyrsti mótmælandinn til að láta lífið í átökunum en almenningur í landinu hefur síðustu daga hópast út á götur landsins og mótmælt framferði hersins sem hneppti leiðtoga landsins í varðhald eftir að umbótamenn höfðu unnið stórsigur í kosningum í landinu í nóvember.
Lögregla hefur beitt öflugum vatnsbyssum og táragasi og gúmmíkúlum gegn fólkinu en einnig venjulegum byssukúlum í stöku tilfellum.