Fótbolti

Að­eins Messi og Lewandowski komið að fleiri mörkum en Bruno

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno skorar fyrra mark sitt í 4-0 sigri Man United á Real Sociedad í gærkvöld.
Bruno skorar fyrra mark sitt í 4-0 sigri Man United á Real Sociedad í gærkvöld. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

Bruno Fernandes var enn og aftur á skotskónum í gærkvöldi er Manchester United vann 4-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Aðeins tveir leikmenn hafa komið að fleiri mörkum en hann undanfarna 13 mánuði.

Síðan Bruno gekk í raðir Manchester United frá Sporting í Portúgal þann 29. janúar á síðasta ári hefur hann komið að alls 52 mörkum í 58 leikjum í leikjum Manchester United. Aðeins Lionel Messi og Robert Lewandowski hafa komið að fleiri mörkum á sama tíma.

Messi hefur komið að 53 mörkum en Lewandowski ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Hann hefur komið að 67 mörkum á sama tíma.

Segja má að Fernandes hafi snúið gengi félagsins við en hann var aðalástæða þess að Man United náði á endanum Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð er Bruno ein aðalástæða þess að United er sem stendur í öðru sætu ensku úrvalsdeildarinnar.

Á þessari leiktíð hefur Bruno skorað 14 mörk og lagt upp önnur tíu í 24 deildarleikjum. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í sex leikjum liðsins í Meistaradeild Evrópu. Þá hefur hann nú skorað tvö mörk í einum leik í Evrópudeildinni.

Nú þurfa aðdáendur Manchester United að vonast eftir því að Bruno haldi dampi út tímabilið svo félagið nái Meistaradeildarsæti og eigi möguleika á að landa titli.


Tengdar fréttir

„Mark­miðið mitt er að vinna titla“

Bruno Fernandes skoraði tvívegis er Manchester United vann 4-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir að sitt eina markmið með félaginu sé að vinna titla.

Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×