Kristinn Guðnason, bóndi í Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra er með um fjögur hundruð fjár og mikill fjárræktarmaður. Nú hefur það gerist í fyrsta skipti að lambakjöt er komið í þriðja sæti yfir mest selda kjöt landsins, svínakjöt er í fyrsta sæti og alifuglakjöti í öðru sæti.
Kristinn segir sauðfjárbændur geti sjálfir sér um kennt um stöðu greinarinnar þegar markaðsmálin eru annars vegar.
„Við höfum gloprað því öllu niður sauðfjárbændur. Manni finnst það ótrúlegt þegar maður er að horfa á fréttir að hvert einasta bein og blettur á fiskinum er nýtt en alltaf meira og meira af landbúnaðarvörum, sem er verið að henda, okkur hefur bara mistekist þetta. Ef við náum ekki að snúa þessu við þá verða bara örfáir gamlir karlar eða svoleiðis, sem verða í þessu, við verðum auðvitað að snúa við markaðsmálunum,“ segir Kristinn.
Kristinn segir fáránlegt þegar bændur og forysta þeirra hugsi alltaf hvað greinin fái frá ríkinu en ekki hvað fæst fyrir afurðirnar.
„Við þurfum bara að standa í lappirnar og hrista okkur og reyna að gera betur. Ef við erum með of margt fé og höfum ekki markað fyrir þá þá þarf bara að fækka því,“ segir Kristinn.
