Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir staðreyndirnar sýna að aðgerðir á landamærum hér séu ekki með þeim hörðustu í Evrópu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira