Erlent

Kórónu­veiru­smitum á Eng­landi fækkað mikið á einum mánuði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ný rannsókn þykir benda til þess að sóttvarnaaðgerðir Breta séu nú farnar að virka vel.
Ný rannsókn þykir benda til þess að sóttvarnaaðgerðir Breta séu nú farnar að virka vel. Getty/Andrew Matthews

Á einum mánuði hefur kórónuveirusmitum á Englandi fækkað um tvo þriðju. Sérfræðingar vara þó við því að skólar verði opnaðir í bráð, því veiran sé nú að dreifa sér hraðast á meðal barna á skólaaldri og yngra fólks.

Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian þar sem vitnað er í nýja rannsókn frá Imperial College London. Rannsóknin þykir benda til þess að sóttvarnaaðgerðir Breta séu nú farnar að virka vel.

Því hafi tekist að hamla uppgangi veirunnar þrátt fyrir hin nýju afbrigði sem smitast á auðveldari máta.

Smit eru þó enn útbreidd í Englandi, en á tímabilinu 4. til 13. febrúar var einn af hverjum 200 Englendingum með Covid 19, samanborið við þrisvar sinnum hærri tölu mánuði áður.

Vísindamennirnir við Imperial College segja að smittíðnin hafi farið lækkandi í öllum aldurshópum. Flest smit séu núna hjá börnum á aldrinum fimm til tólf ára og hjá ungu fólki á aldrinum 18 til 24 ára.

Þá sé enn ekkert í gögnunum sem sýni áhrif bólusetningar á sýkingar; lækkun smittíðninnar hjá fólki eldri en 65 ára var svipuð og hjá öðrum aldurshópum.

Að sögn vísindamannanna er smittíðnin hjá ungum börn enn tiltölulega há. Það þurfi því að gæta sérstakrar varúðar þegar skólar verða opnaðir að nýju sem verður að óbreyttu í næsta mánuði.

Paul Elliott, prófessor við Imperial College sem fyrir rannsóknarteyminu, lagði þannig áherslu á að smit gætu borist víðar í skólanum á milli fólks en bara í skólastofunni, til að mynda á milli foreldra þegar þeir væru að sækja börn sín í skólann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.