Fótbolti

Fyrsta skipti í fjórtán ár hjá Ancelotti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ansi langt síðan Ancelotti þurfti að lúta í gras, þrjá leiki í röð á heimavelli.
Ansi langt síðan Ancelotti þurfti að lúta í gras, þrjá leiki í röð á heimavelli. Peter Powell/Getty

Everton hefur tapað þremur heimaleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2016 en liðið tapaði í kvöld 3-1 fyrir Manchester City.

Sigurinn var verðskuldaður hjá City. Þeir réðu ferðinni frá upphafi og þrátt fyrir að Everton hafi jafnað metin skömmu fyrir leikhlé héldu City menn uppteknum hætti í síðari hálfleik.

Phil Foden, Riyad Mahrez og Bernardo Silva skoruðu mörk City en Richarlison skoraði eina mark Everton í leiknum.

Everton hefur nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli eins og áður segir og það þarf að fara aftur til ársins 2006 til að finna þrjú töp í heimavelli hjá stjóranum Carlo Ancelotti.

Ancelotti var þá stjóri AC Milan en það gerðist í nóvember 2006. Síðan þá hefur hann þjálfað Chelsea, PSG, Real Madrid, Bayern Munchen, Napoli og nú Everton.


Tengdar fréttir

Tólfti deildar­sigur City í röð kom á Goodi­son

Það er fátt sem virðist ætla að stöðva Manchester City í átt að enska meistaratitlinum í ár. Liðið van sitt tólfta deildarsigur í röð í kvöld er þeir unnu 3-1 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×