Kemur til greina að neyslurými verði færanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 21:30 Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Rafnheiðar. Vísir/Arnar Heilbrigðisráðherra staðfesti í gær reglugerð þar sem rekstur á neyslurýmum er útfærður nánar. Næstu skref liggja þó ekki alveg skýrt fyrir. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins, fagnar skrefinu. Hún bendir á að að dauðsföll af völdum ópíóða og annarra vímuefna, bæði í fyrra og við upphaf þessa árs, séu alvarlegur vitnisburður um mikilvægi úrræðisins. Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet. Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet.
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira