Einn dó og átta særðust í eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 13:15 Þrjár eldflaugar lentu í herstöðinni og minnst þrjár aðrar á íbúðasvæði. GETTY/Yunus Keles Einn lét lífið og minnst átta eru særðir eftir að eldflaugum var skotið að herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, í gærkvöldi. Sá sem dó var verktaki og einn bandarískur hermaður er meðal hinna særðu en hann fékk heilahristing. Herstöðin er í norðurhluta Írak, í borginni Irbil á yfirráðasvæði Kúrda. Talsmaður aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu sagði í morgun að fjórtán 107 mm eldflaugum hefði verið skotið á herstöðina og þrjár hefðu lent í henni. Þrjár eldflaugar eru sagðar hafa lent á íbúðasvæði nærri herstöðinni og flugvelli Irbil. Update: CJTF-OIR confirms approx. 14 107 mm rockets launched with 3 impacting within EAB, Feb 15 at 2130 hours (Iraqi time).One civilian contractor was killed (Not US), and 9 injured ( 8 CIV contractors/ 1 US MIL) - 4 US/ 1 US MIL concussion protocol.— OIR Spokesman Col. Wayne Marotto (@OIRSpox) February 16, 2021 Spenna milli hersveita Bandaríkjanna og írakskra og kúrdískra bandamanna þeirra annars vegar og hersveita sem studdar eru af Íran hins vegar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Tiltölulega lítið þekkt sveit, sem kallast Awliya al-Dam, eða Verjendur blóðs, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sú sveit tengist yfirvöldum í Íran og Hezbollah. Samkvæmt frétt Guardian ber sveitin einnig ábyrgð á tveimur sprengjuárásum á bílalestir Bandaríkjanna í Írak síðasta sumar. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á kjörtímabili sínu að árásir á bandaríkjamenn myndu leiða til umfangsmikilla loftárása Bandaríkjanna á sveitir Írana í Írak. Þegar bandarískur verktaki dó í Kirkuk árið 2019 svaraði Trump fyrir þá árás með því að ráða hershöfðingjann Qassem Soleimani af dögum í loftárás í Írak og Abu Mahdi al-Muhandis, sem leiddi valdamikla sveit í Írak. Sjá einnig: Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Barham Saleh, forseti Íraks, hefur fordæmt árásina og sagði í yfirlýsingu að um hættulega stigmögnun væri að ræða. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að rannsókn muni fara fram og þeir sem hafi skotið eldflaugunum verði dregnir til ábyrgðar. Írak Íran Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Herstöðin er í norðurhluta Írak, í borginni Irbil á yfirráðasvæði Kúrda. Talsmaður aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu sagði í morgun að fjórtán 107 mm eldflaugum hefði verið skotið á herstöðina og þrjár hefðu lent í henni. Þrjár eldflaugar eru sagðar hafa lent á íbúðasvæði nærri herstöðinni og flugvelli Irbil. Update: CJTF-OIR confirms approx. 14 107 mm rockets launched with 3 impacting within EAB, Feb 15 at 2130 hours (Iraqi time).One civilian contractor was killed (Not US), and 9 injured ( 8 CIV contractors/ 1 US MIL) - 4 US/ 1 US MIL concussion protocol.— OIR Spokesman Col. Wayne Marotto (@OIRSpox) February 16, 2021 Spenna milli hersveita Bandaríkjanna og írakskra og kúrdískra bandamanna þeirra annars vegar og hersveita sem studdar eru af Íran hins vegar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Tiltölulega lítið þekkt sveit, sem kallast Awliya al-Dam, eða Verjendur blóðs, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sú sveit tengist yfirvöldum í Íran og Hezbollah. Samkvæmt frétt Guardian ber sveitin einnig ábyrgð á tveimur sprengjuárásum á bílalestir Bandaríkjanna í Írak síðasta sumar. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á kjörtímabili sínu að árásir á bandaríkjamenn myndu leiða til umfangsmikilla loftárása Bandaríkjanna á sveitir Írana í Írak. Þegar bandarískur verktaki dó í Kirkuk árið 2019 svaraði Trump fyrir þá árás með því að ráða hershöfðingjann Qassem Soleimani af dögum í loftárás í Írak og Abu Mahdi al-Muhandis, sem leiddi valdamikla sveit í Írak. Sjá einnig: Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Barham Saleh, forseti Íraks, hefur fordæmt árásina og sagði í yfirlýsingu að um hættulega stigmögnun væri að ræða. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að rannsókn muni fara fram og þeir sem hafi skotið eldflaugunum verði dregnir til ábyrgðar.
Írak Íran Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira