Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 11:42 Ívar Pétur Kjartansson vinur Uhunoma afhendir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur undirskriftalistann fyrir utan ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glímir auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi. Efnt var til undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að stjórnvöld veittu Uhunoma alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Alls söfnuðust 45.744 undirskriftir. „Það sýnir að íslenska þjóðin taki mjög skýra afstöðu og sendi skýr skilaboð til stjórnvalda og það eru margir sem vilja að Uhonoma fái að vera hérna,“ sagði Tómas Manoury, vinur Uhunoma, í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Ívar Pétur Kjartansson og Tómas Manoury, vinir Uhunoma.Vísir/vilhelm Ívar Pétur Kjartansson, annar vinur Uhunoma, sagði að fyrirhuguð brottvísun Uhunoma væri sér mjög þungbær. „Á persónulegu „leveli“ finnst mér hún [ákvörðun stjórnvalda] hræðileg og sorgleg. Uhunoma er vinur minn og ég vil ekki missa hann úr mínu lífi.“ Þá sagði Tómas að Uhunoma væri miður sín vegna málsins. „Þessi staða eins og hann er í núna fer mjög illa í hann. Hann er bara hræddur og finnur fyrir miklu óréttlæti þannig að við erum að reyna að styðja í gegnum þetta. Og gerum allt sem við getum til að hann fái að vera hérna.“ Hér fyrir neðan má sjá þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók við undirskriftunum 45 þúsund fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glímir auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi. Efnt var til undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að stjórnvöld veittu Uhunoma alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Alls söfnuðust 45.744 undirskriftir. „Það sýnir að íslenska þjóðin taki mjög skýra afstöðu og sendi skýr skilaboð til stjórnvalda og það eru margir sem vilja að Uhonoma fái að vera hérna,“ sagði Tómas Manoury, vinur Uhunoma, í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Ívar Pétur Kjartansson og Tómas Manoury, vinir Uhunoma.Vísir/vilhelm Ívar Pétur Kjartansson, annar vinur Uhunoma, sagði að fyrirhuguð brottvísun Uhunoma væri sér mjög þungbær. „Á persónulegu „leveli“ finnst mér hún [ákvörðun stjórnvalda] hræðileg og sorgleg. Uhunoma er vinur minn og ég vil ekki missa hann úr mínu lífi.“ Þá sagði Tómas að Uhunoma væri miður sín vegna málsins. „Þessi staða eins og hann er í núna fer mjög illa í hann. Hann er bara hræddur og finnur fyrir miklu óréttlæti þannig að við erum að reyna að styðja í gegnum þetta. Og gerum allt sem við getum til að hann fái að vera hérna.“ Hér fyrir neðan má sjá þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók við undirskriftunum 45 þúsund fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05