Mótmæltu brottvísun Uhunoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 17:10 Ívar Pétur Kjartansson, vinur Uhunoma, ávarpar hópinn. Vísir/vilhelm Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. Um 32 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. Á skiltum sem stuðningsmenn Uhunoma báru á Arnarhóli í dag mátti lesa áletranir á borð við #BjörgumUhunoma og „Hann á heima hér.“ Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu um örlög hans. Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir.Stöð 2 Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma, hefur skilað inn endurupptökubeiðni í máli hans. Hann telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ sagði Uhunoma í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri. Stuðningsmenn hans mótmæltu í dag fyrirætlunum um að vísa honum úr landi.Vísir/vilhelm Stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No borders ræðir við stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Um 32 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. Á skiltum sem stuðningsmenn Uhunoma báru á Arnarhóli í dag mátti lesa áletranir á borð við #BjörgumUhunoma og „Hann á heima hér.“ Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu um örlög hans. Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir.Stöð 2 Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma, hefur skilað inn endurupptökubeiðni í máli hans. Hann telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ sagði Uhunoma í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri. Stuðningsmenn hans mótmæltu í dag fyrirætlunum um að vísa honum úr landi.Vísir/vilhelm Stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No borders ræðir við stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05