Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:05 Hinum 22 ára Uhunoma Osayomore verður vísað úr landi að óbreyttu. AÐSEND Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021 Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Sjá meira
Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021
Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Sjá meira
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17