Sportið í dag: Liverpool á heima í íslensku deildunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 13:32 Mohamed Salah fagnar marki sínu á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Salah kom Liverpool í 1-0 en Leicester vann leikinn 3-1. Getty/Carl Recine Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld og strákarnir í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag ræddu leiki kvöldsins í þætti dagsins. Það eru margir að velta fyrir sér hvernig Liverpool lið menn fá að sjá í kvöld. Liverpool og Barcelona hafa bæði verið í basli á þessu tímabili og þau eru bæði í eldlínunni í kvöld. Liverpool heimsækir þá þýska liðið RB Leipzig en Börsungar frá Paris Saint Germain í heimsókn. Það var tilvalið fyrir þá Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgi Gunnarsson að ræða leikina í kvöld sem verða báðir sýndir beint á sportstöðvunum. „Ég held að Liverpool fari áfram úr þessu einvígi en ég held að Liverpool vinni ekki leikinn í kvöld. Það er rosaleg jafnteflislykt af þessum leik. 1-1 er rosalega líkleg úrslit,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég hugsa um síðustu leiki Leipzig gegn enskum liðum. Þeir pökkuðu United saman í leiknum sem skipti máli en steinlágu á Old Trafford. Svo mættu þeir Tottenham rétt áður en öllu var lokað. Þeir tóku Tottenham og þetta er ofboðslega skemmtilegt lið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru búnir að vera að spila með falskar níur og eru með marga leikmenn sem geta dottið niður á völlinn. Þetta er fyrst og fremst óútreiknanlegt taktískt undur sem Julian Nagelsmann stillir oft upp,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að þetta verði mjög áhugavert og það sé von á hverju sem er. Eins og takturinn er upp og niður hjá Liverpool þá á Liverpool liggur við heima í íslensku deildunum því maður veit ekkert hvað maður fær frá þeim,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Það má finna allt spjallið þeirra og allan þáttinn hér fyrir ofan. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir „Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Liverpool og Barcelona hafa bæði verið í basli á þessu tímabili og þau eru bæði í eldlínunni í kvöld. Liverpool heimsækir þá þýska liðið RB Leipzig en Börsungar frá Paris Saint Germain í heimsókn. Það var tilvalið fyrir þá Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgi Gunnarsson að ræða leikina í kvöld sem verða báðir sýndir beint á sportstöðvunum. „Ég held að Liverpool fari áfram úr þessu einvígi en ég held að Liverpool vinni ekki leikinn í kvöld. Það er rosaleg jafnteflislykt af þessum leik. 1-1 er rosalega líkleg úrslit,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég hugsa um síðustu leiki Leipzig gegn enskum liðum. Þeir pökkuðu United saman í leiknum sem skipti máli en steinlágu á Old Trafford. Svo mættu þeir Tottenham rétt áður en öllu var lokað. Þeir tóku Tottenham og þetta er ofboðslega skemmtilegt lið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru búnir að vera að spila með falskar níur og eru með marga leikmenn sem geta dottið niður á völlinn. Þetta er fyrst og fremst óútreiknanlegt taktískt undur sem Julian Nagelsmann stillir oft upp,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að þetta verði mjög áhugavert og það sé von á hverju sem er. Eins og takturinn er upp og niður hjá Liverpool þá á Liverpool liggur við heima í íslensku deildunum því maður veit ekkert hvað maður fær frá þeim,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Það má finna allt spjallið þeirra og allan þáttinn hér fyrir ofan. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir „Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
„Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00