Sextán teknir fyrir brot á sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 19:14 Á einungis nokkrum vikum, eða frá 1. janúar til 5. febrúar, voru sextán einstaklingar sektaðir vegna brota á sóttkví eftir komuna til landsins. Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira