Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 22:39 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi Donald Trump fyrrverandi forseta harðlega í kvöld. Vísir/AP Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51