Dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða brotaþola 1,8 milljónir eftir nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 21:58 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. vísir/hanna Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands um að Wiktor Tomasz W. Tómasson skyldi sæta tveggja ára fangelsisvist vegna kynferðislegrar áreitni og nauðgunar auk þess sem hann skyldi greiða brotaþola 1,8 milljónir króna í miskabætur. Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira