Erlent

Bólusetja sjötíu prósent fyrir sumarlok

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sjö af hverjum tíu fullorðnum innan ESB verða bólusettir fyrir sumarlok.
Sjö af hverjum tíu fullorðnum innan ESB verða bólusettir fyrir sumarlok. Getty/Francine Orr

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn kórónuveirunni fyrir lok sumars.

Evrópskir leiðtogar undirrituðu í dag samkomulag um tæplega sjö hundruð milljóna evra aðgerðapakka til þess að blása lífi í hagkerfi sambandsríkja. Greiðslurnar verða bæði í formi styrkja og lána og verða sambandsríki skylduð til að verja rúmum þriðjungi í baráttuna gegn loftslagsbreytingum.

Forseti framkvæmdastjórnarinnar tjáði sig einnig um gang bólusetninga. Sjö af hverjum tíu fullorðnum verði bólusettir fyrir sumarlok.

Lokað í Tírol

Austurríkismenn hertu takmarkanir í Tírol-héraði í dag eftir að suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar greindist á svæðinu. Hermenn vakta nú landamærin til að reyna að hamla útbreiðslu.

Þjóðverjar skelltu í lás á landamærunum við Tírol sem og við Tékkland vegna afbrigðisins og þarf nú að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr skimun á landamærunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×