Gundogan allt í öllu þegar Man City rúllaði yfir Tottenham

Ilkay Gundogan fagnar marki.
Ilkay Gundogan fagnar marki. vísir/Getty

Manchester City stefnir hraðbyri á Englandsmeistaratitilinn og Tottenham reyndist þeim engin fyrirstaða í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Mark úr vítaspyrnu skildi liðin að í leikhléi en eftir 23 mínútna leik var vítaspyrna dæmd eftir að Pierre Emile Hojberg rakst utan í Ilkay Gundogan innan vítateigs.

Rodri steig á vítapunktinn og skoraði þó Hugo Lloris, markvörður Tottenham, hafi náð að slæma hendi í knöttinn.

1-0 varð 2-0 þegar Gundogan skoraði sjálfur eftir stoðsendingu frá Raheem Sterling á 50.mínútu.

Þýski miðjumaðurinn snjalli var ekki hættur því hann gerði endanlega út um leikinn þegar hann labbaði framhjá Davinson Sanchez eftir langa sendingu frá Ederson á 66.mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og afar öruggur 3-0 sigur Man City staðreynd. Hafa sveinar Pep Guardiola nú sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira