Fótbolti

Mikael og fé­lagar í góðri stöðu eftir fyrri leikinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael Anderson og félagar í Midtjylland eru komnir í undanúrslit danska bikarsins.
Mikael Anderson og félagar í Midtjylland eru komnir í undanúrslit danska bikarsins. Jonathan Moscrop/Getty

Það var sannkallaður Íslendingaslagur í átta liða úrslitum danska bikarsins er OB og Midtjylland mættust í kvöld. Fór það svo að Midtjylland vann 2-1 útisigur í fyrri leik liðanna.

Íslendingarnir í liðunum, Aron Elís Þrándarson hjá OB og Mikael Neville Anderson hjá Midtjylland, hófu leik á bekknum í kvöld. Staðan var orðin 2-1 Midtjylland í vil er þeir komu inn af bekknum en báðir komu inn á 64. mínútu leiksins.

Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og Midtjylland – sem eru ríkjandi Danmerkurmeistarar – því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna.


Tengdar fréttir

Jón Dagur skoraði annan leikinn í röð

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum annan leikinn í röð er hann skoraði eitt marka AGF í 3-1 sigri á B93 í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×