Hlaðborð fyrir stórlið Evrópu ef Dortmund kemst ekki í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 07:01 Fari svo að Borussia Dortmund komist ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti það þurft að selja tvo af sínum bestu mönnum, þá Jadon Sancho og Erling Braut Håland. Maja Hitij/Getty Images Gengi Borussia Dortmund hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Fari svo að liðið komist ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti það neyðst til að selja sína bestu leikmenn. Gengi Dortmund hefur verið brösugt að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Raunar hefur liðið tapað þremur, gert eitt jafntefli og unnið aðeins einn. Ljóst er að þjálfara skiptin hafa ekki skilað tilætluðum árangri en Lucien Favre var látinn taka poka sinn og Edin Terzić tók við starfinu út leiktíðina. Hvort Terzić entist miðað við árangurinn undanfarnar vikur verður ósagt látið en það er ljóst að liðið þarf að snúa bökum saman ef ekki á illa að fara. Forráðamenn Dortmund hafa eyrnamerkt Marco Rose – þjálfara Borussia Mönchengladbach – sem næsta þjálfara liðsins en það mun ekki gerast fyrr en í sumar. Dortmund are in danger of losing out on top four. It s a wake-up call for a club that s been coasting for too long.https://t.co/4sVCsEESUT— Raphael Honigstein (@honigstein) February 9, 2021 Ef gengi Dortmund heldur áfram er ljóst að verðugt verkefni bíður Rose en talið er að hann gæti svo gott sem þurft að byggja nýtt lið upp frá grunni. Talið er nær öruggt að tvær helstu stjörnur liðsins - norski sóknarmaðurinn Erling Braut Håland og enski vængmaðurinn Jadon Sancho – hverfi á braut ef liðið kemst ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kórónufaraldurinn hefur farið illa með Dortmund og fyrr í vikunni tilkynnti félagið að það hefði tapað 26 milljónum evra á fyrri hluta tímabilsins. Þrátt fyrir að samið hafi verið við leikmenn þess um talsverða launalækkun. Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu einnig verið á förum fari svo að Dortmund vanti fjármagn.Harry Langer/Getty Images Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu farið sömu leið og samherjar þeirra sem eru nefndir hér að ofan. Reyna hefur einnig verið við Real Madrid og ljóst er að ef þýska félagið þarf á fjármunum að halda næsta sumar gæti farið svo að hinn 18 ára gamli leikmaður yrði seldur, hvort sem það yrði til Spánar eða annars lands í Evrópu. Sama má segja um hinn 17 ára gamla enska miðjumann Bellingham. Hann gekk í raðir Dortmund frá Birmingham City þegar nær öll lið ensku úrvalsdeildarinnar vildu fá hann í sínar raðir. Þó svo að staðan sé ekki björt hjá Dortmund eins og er þá eru enn fjórtán leikir eftir af tímabilinu í Þýskalandi og allt getur gerst. Þá munar aðeins fjórum stigum á Dortmund og Eintracht Frankfurt sem situr í 4. sæti deildarinnar svo það er algjör óþarfi að fara yfir um, allavega ekki strax. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Gengi Dortmund hefur verið brösugt að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Raunar hefur liðið tapað þremur, gert eitt jafntefli og unnið aðeins einn. Ljóst er að þjálfara skiptin hafa ekki skilað tilætluðum árangri en Lucien Favre var látinn taka poka sinn og Edin Terzić tók við starfinu út leiktíðina. Hvort Terzić entist miðað við árangurinn undanfarnar vikur verður ósagt látið en það er ljóst að liðið þarf að snúa bökum saman ef ekki á illa að fara. Forráðamenn Dortmund hafa eyrnamerkt Marco Rose – þjálfara Borussia Mönchengladbach – sem næsta þjálfara liðsins en það mun ekki gerast fyrr en í sumar. Dortmund are in danger of losing out on top four. It s a wake-up call for a club that s been coasting for too long.https://t.co/4sVCsEESUT— Raphael Honigstein (@honigstein) February 9, 2021 Ef gengi Dortmund heldur áfram er ljóst að verðugt verkefni bíður Rose en talið er að hann gæti svo gott sem þurft að byggja nýtt lið upp frá grunni. Talið er nær öruggt að tvær helstu stjörnur liðsins - norski sóknarmaðurinn Erling Braut Håland og enski vængmaðurinn Jadon Sancho – hverfi á braut ef liðið kemst ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kórónufaraldurinn hefur farið illa með Dortmund og fyrr í vikunni tilkynnti félagið að það hefði tapað 26 milljónum evra á fyrri hluta tímabilsins. Þrátt fyrir að samið hafi verið við leikmenn þess um talsverða launalækkun. Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu einnig verið á förum fari svo að Dortmund vanti fjármagn.Harry Langer/Getty Images Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu farið sömu leið og samherjar þeirra sem eru nefndir hér að ofan. Reyna hefur einnig verið við Real Madrid og ljóst er að ef þýska félagið þarf á fjármunum að halda næsta sumar gæti farið svo að hinn 18 ára gamli leikmaður yrði seldur, hvort sem það yrði til Spánar eða annars lands í Evrópu. Sama má segja um hinn 17 ára gamla enska miðjumann Bellingham. Hann gekk í raðir Dortmund frá Birmingham City þegar nær öll lið ensku úrvalsdeildarinnar vildu fá hann í sínar raðir. Þó svo að staðan sé ekki björt hjá Dortmund eins og er þá eru enn fjórtán leikir eftir af tímabilinu í Þýskalandi og allt getur gerst. Þá munar aðeins fjórum stigum á Dortmund og Eintracht Frankfurt sem situr í 4. sæti deildarinnar svo það er algjör óþarfi að fara yfir um, allavega ekki strax.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira