„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. febrúar 2021 11:59 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonast til að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. Í gær varð ljóst að lyfjarisinn Pfizer sér sér ekki hag í því að framkvæma bóluefnarannsókn hér á landi. Slík rannsókn hefði falið í sér að landsmenn hefðu verið bólusettir fyrr en ella. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það alltaf hafa legið fyrir að þetta gæti farið í hvora áttina sem er enda hafi ekkert verið fast í hendi. Umræðna var orðin hátt stemmd „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði. Þetta hefði verið spennandi en ég held að maður geti ekki verið mjög upptekinn af vonbrigðum og væntingum í glímunni við þennan faraldur. Hann er einfaldlega búinn að vera okkar daglega verkefni í ár og verður það enn um sinn og ég held að maður verði svona bara að stilla sínum sveiflum í hóf og sýna bara yfirvegun og þolgæði," segir Svandís. Svandís segir væntingar sínar hafa verið hóflegar en hún hafi þó orðið vör við spennuna í samfélaginu. „Umræðan var orðin mjög svona hátt stemmd núna undanfarna daga. Þannig að ég held að það hafi verið svona hærra spennustig sums staðar í samfélaginu en akkúrat hjá mér." Nú haldi allir sínu striki en bólusetningar eru í fullum gangi. Til að mynda verða nokkur hundruð heilbrigðisstarfsmenn bólusettir í dag. Bóluefni AstraZeneca.Getty/Karwai Tang Meiri hraði á framleiðslu bóluefna „Við höfum ástæðu til þess að hafa væntingar um það að hraðinn á bóluefni verði meiri á öðrum og þriðja ársfjórðungi heldur en hefur verið á þessum fyrsta og út mars. Tölurnar sem við erum með í höndunum eru í raun og veru bara út mars. Það eru afhendingaráætlanirnar sem við erum með. Ég held enn þá að við getum haldið okkur við þau markmið að það verði búið að bólusetja meirihluta þjóðarinnar hér í sumar." Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9. febrúar 2021 18:01 „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í gær varð ljóst að lyfjarisinn Pfizer sér sér ekki hag í því að framkvæma bóluefnarannsókn hér á landi. Slík rannsókn hefði falið í sér að landsmenn hefðu verið bólusettir fyrr en ella. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það alltaf hafa legið fyrir að þetta gæti farið í hvora áttina sem er enda hafi ekkert verið fast í hendi. Umræðna var orðin hátt stemmd „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði. Þetta hefði verið spennandi en ég held að maður geti ekki verið mjög upptekinn af vonbrigðum og væntingum í glímunni við þennan faraldur. Hann er einfaldlega búinn að vera okkar daglega verkefni í ár og verður það enn um sinn og ég held að maður verði svona bara að stilla sínum sveiflum í hóf og sýna bara yfirvegun og þolgæði," segir Svandís. Svandís segir væntingar sínar hafa verið hóflegar en hún hafi þó orðið vör við spennuna í samfélaginu. „Umræðan var orðin mjög svona hátt stemmd núna undanfarna daga. Þannig að ég held að það hafi verið svona hærra spennustig sums staðar í samfélaginu en akkúrat hjá mér." Nú haldi allir sínu striki en bólusetningar eru í fullum gangi. Til að mynda verða nokkur hundruð heilbrigðisstarfsmenn bólusettir í dag. Bóluefni AstraZeneca.Getty/Karwai Tang Meiri hraði á framleiðslu bóluefna „Við höfum ástæðu til þess að hafa væntingar um það að hraðinn á bóluefni verði meiri á öðrum og þriðja ársfjórðungi heldur en hefur verið á þessum fyrsta og út mars. Tölurnar sem við erum með í höndunum eru í raun og veru bara út mars. Það eru afhendingaráætlanirnar sem við erum með. Ég held enn þá að við getum haldið okkur við þau markmið að það verði búið að bólusetja meirihluta þjóðarinnar hér í sumar."
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9. febrúar 2021 18:01 „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07
Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9. febrúar 2021 18:01
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37