Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 09:44 Jón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila. Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00
Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52
Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent