„El Loco“ í þrítugasta félagið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 13:01 Sebastian Abreu fagnar hér eftir að hafa skorað úr vítinu sem kom Úrúgvæ í undanúrslit á HM í Suður-Afríku árið 2010. Getty/Dominic Barnardt Gamli úrúgvæski landsliðsmaðurinn Sebastian „El Loco“ Abreu er ekki tilbúinn að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Sebastian Abreu var í gær kynntur sem nýr leikmaður hjá brasilíska félaginu Athletic Club. Með því nær kappinn því takmarki að spila með þrítugasta félaginu sínu á ferlinum. Abreu er orðinn 44 ára gamall og spilar sem framherji en fyrsti leikurinn var með Defensor Sporting í Úrúgvæ árið 1994. We have a record breaker! Uruguayan legend Sebastian Abreu, 44, has just signed for his 30th professional club pic.twitter.com/4GsxPOO1Xc— RegistaTV (@Regista_TV) February 9, 2021 Hann er búinn að eiga sæti í Heimsmetabók Guinness í fögur ár eða síðan að hann samdi við 26. félagið sitt árið 2017. Abreu skipti þá yfir í lið Audax Italiano í Síle. Sebastian hafði ekki spilað síðan á síðasta ári en hann lék þá með Boston River í heimalandi sínu. „Þeir vildu fá mig á síðasta ári en þá gekk það ekki upp. Þegar félagið komst svo upp í fyrsta sinn í 51 ár og var að fara að spila í fyrstu deildinni í fylkinu þá hringdu þeir aftur í mig og vildu semja við mig. Þegar ég sé fólk sem hefur eins mikla trú á mér og ég sjálfur þá er ég til að koma,“ sagði Sebastian Abreu. Sebastian Abreu extends his own record and joins the 30th club of his career https://t.co/7ZJchDS2Vk— Planet Fútbol (@si_soccer) February 9, 2021 Abreu hefur gælunafnið „El Loco“ eða geðsjúklingurinn. Hann fór með landsliði Úrúgvæ á tvö heimsmeistaramót og hjálpaði landsliðinu að verða Suðurameríkumeistari árið 2011. Alls skoraði Sebastian Abreu 26 mörk í 70 landsleikjum á ferlinum en hann skoraði líka úr sigurvítinu í vítakeppni á móti Gana á HM 2010 sem kom Úrúgvæ í undanúrslit keppninnar. Abreu hefur spilað í ellefu mismunandi löndum á ferlinum en þau eru Úrúgvæ, Argentína, Spánn, Brasilía, Mexíkó, Ísrael, Grikkland, Paragvæ, Ekvador, Síle og El Salvador. Abreu hefur farið mikið til Brasilíu en þetta verður hans fimmta brasilíska félag á ferlinum. Hann hafði áður spilað með Botafogo, Figueirense, Bangu og Rio Branco. Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira
Sebastian Abreu var í gær kynntur sem nýr leikmaður hjá brasilíska félaginu Athletic Club. Með því nær kappinn því takmarki að spila með þrítugasta félaginu sínu á ferlinum. Abreu er orðinn 44 ára gamall og spilar sem framherji en fyrsti leikurinn var með Defensor Sporting í Úrúgvæ árið 1994. We have a record breaker! Uruguayan legend Sebastian Abreu, 44, has just signed for his 30th professional club pic.twitter.com/4GsxPOO1Xc— RegistaTV (@Regista_TV) February 9, 2021 Hann er búinn að eiga sæti í Heimsmetabók Guinness í fögur ár eða síðan að hann samdi við 26. félagið sitt árið 2017. Abreu skipti þá yfir í lið Audax Italiano í Síle. Sebastian hafði ekki spilað síðan á síðasta ári en hann lék þá með Boston River í heimalandi sínu. „Þeir vildu fá mig á síðasta ári en þá gekk það ekki upp. Þegar félagið komst svo upp í fyrsta sinn í 51 ár og var að fara að spila í fyrstu deildinni í fylkinu þá hringdu þeir aftur í mig og vildu semja við mig. Þegar ég sé fólk sem hefur eins mikla trú á mér og ég sjálfur þá er ég til að koma,“ sagði Sebastian Abreu. Sebastian Abreu extends his own record and joins the 30th club of his career https://t.co/7ZJchDS2Vk— Planet Fútbol (@si_soccer) February 9, 2021 Abreu hefur gælunafnið „El Loco“ eða geðsjúklingurinn. Hann fór með landsliði Úrúgvæ á tvö heimsmeistaramót og hjálpaði landsliðinu að verða Suðurameríkumeistari árið 2011. Alls skoraði Sebastian Abreu 26 mörk í 70 landsleikjum á ferlinum en hann skoraði líka úr sigurvítinu í vítakeppni á móti Gana á HM 2010 sem kom Úrúgvæ í undanúrslit keppninnar. Abreu hefur spilað í ellefu mismunandi löndum á ferlinum en þau eru Úrúgvæ, Argentína, Spánn, Brasilía, Mexíkó, Ísrael, Grikkland, Paragvæ, Ekvador, Síle og El Salvador. Abreu hefur farið mikið til Brasilíu en þetta verður hans fimmta brasilíska félag á ferlinum. Hann hafði áður spilað með Botafogo, Figueirense, Bangu og Rio Branco.
Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira