Enski boltinn

Arsenal getur ekki farið til Portúgals og mætir Benfica í Róm

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arsenal hefur leik í Evrópudeildinni að nýju í næstu viku.
Arsenal hefur leik í Evrópudeildinni að nýju í næstu viku. getty/Seb Daly

Fyrri leikur Benfica og Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fer fram í Róm.

Portúgal er á „rauðum“ lista hjá breskum stjórnvöldum og strangar sóttvarnareglur gilda fyrir fólk kemur þaðan og til Bretlands.

Því þurfti að færa fyrri leik Benfica og Arsenal á hlutlausan völl. Hann fer fram fimmtudaginn 18. febrúar.

Seinni leikurinn, heimaleikur Arsenal, fer líklega einnig fram á hlutlausum velli en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun með hann.

Áður höfðu leikir í einvígum RB Leipzig og Liverpool og Manchester City og Borussia Mönchengladbach í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu verið færðir frá Þýskalandi til Búdapest í Ungverjalandi.

Arsenal vann alla sex leiki sína í A-riðli Evrópudeildarinnar með markatölunni 20-5. Benfica lenti í 2. sæti D-riðils á eftir Rangers.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×