Erlent

Breska afbrigðið dreifir sér hratt um Bandaríkin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá bólusetningu í Maryland í Bandaríkjunum.
Frá bólusetningu í Maryland í Bandaríkjunum. Getty/Sarah Silbiger

Breska afbrigði kórónuveirunnar virðist nú vera að dreifa sér með hratt um Bandaríkin ef marka má nýja rannsókn.

Breska afbrigðið er talið vera mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og í rannsókninni sem gerð var í Bandaríkjunum virðist sem fjöldi greindra smita breska afbrigðisins tvöfaldist nú í Bandaríkjunum á níu daga fresti.

Þegar fyrst varð vart við afbrigðis fannst það í núll komma fimm prósentum tilfella í Bandaríkjunum en nú finnst það í um það bil þremur komma sex prósentum tilfella, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Enn eru tilfellin þó fá ef stærð landsins er tekinn inn í myndina en vísindamenn segja þróunina þó ýta undir mikilvægi þess að fólk sé bólusett fyrir veirunni sem fyrst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×