Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 06:47 Donald Trump sést hér yfirgefa Hvíta húsið þann 20. janúar síðastliðinn. Hann fór til Flórída og var ekki viðstaddur embættistöku Joes Biden. Getty/Michael Reaves Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira