„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 08:19 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Í bakgrunni sést Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. „Ég hef bara gaman af þessum sögum öllum. Þetta sýnir að Íslendingar eru góð söguþjóð og sagnaþjóð,“ sagði Þórólfur léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekkert nýtt að frétta af mögulegum samningi við Pfizer. Aðspurður hvort fyrirtækið væri að draga lappirnar þar sem Þórólfur hefði sagt í þarsíðustu viku og þeirri síðustu að hann vænti frétta um hvort af rannsókninni yrði sagði hann: „Jú, ég hef sagt þetta ansi langt að ég hefði búist við því fyrr en það er bara eins og það er. Maður getur ekki meira gert í því, ég bíð bara og sé til hvað kemur út úr því. En á meðan er ekkert nýtt að frétta í sjálfu sér. Það er ekkert í hendi, enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið í byrjun síðustu viku að funda með Pfizer í þessari viku og enn væri stefnt á það. Þá væri heldur ekkert nýtt að frétta varðandi fleiri skammta af bóluefnum annarra framleiðenda. Sama plan væri á borðinu og verið hefur og sagði Þórólfur liggja fyrir hversu marga skammta við fáum þar til í lok mars. Fram kom á upplýsingafundi í liðinni viku að alls kæmu 74 þúsund skammtar af bóluefni til landsins fyrir mánaðamótin mars/apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í Bítinu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en það hefst á mínútu 11:12. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Bítið Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. „Ég hef bara gaman af þessum sögum öllum. Þetta sýnir að Íslendingar eru góð söguþjóð og sagnaþjóð,“ sagði Þórólfur léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekkert nýtt að frétta af mögulegum samningi við Pfizer. Aðspurður hvort fyrirtækið væri að draga lappirnar þar sem Þórólfur hefði sagt í þarsíðustu viku og þeirri síðustu að hann vænti frétta um hvort af rannsókninni yrði sagði hann: „Jú, ég hef sagt þetta ansi langt að ég hefði búist við því fyrr en það er bara eins og það er. Maður getur ekki meira gert í því, ég bíð bara og sé til hvað kemur út úr því. En á meðan er ekkert nýtt að frétta í sjálfu sér. Það er ekkert í hendi, enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið í byrjun síðustu viku að funda með Pfizer í þessari viku og enn væri stefnt á það. Þá væri heldur ekkert nýtt að frétta varðandi fleiri skammta af bóluefnum annarra framleiðenda. Sama plan væri á borðinu og verið hefur og sagði Þórólfur liggja fyrir hversu marga skammta við fáum þar til í lok mars. Fram kom á upplýsingafundi í liðinni viku að alls kæmu 74 þúsund skammtar af bóluefni til landsins fyrir mánaðamótin mars/apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í Bítinu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en það hefst á mínútu 11:12.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Bítið Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent