Drottningin fékk lögum breytt til að sveipa auðæfi sín leyndarhjúp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 19:47 Auður drottningarinnar hefur aldrei verið gefinn upp en hann er talinn hlaupa á hundruðum milljóna punda. epa/Will Oliver Elísabetu drottningu tókst að fá stjórnvöld til að gera breytingar á lagafrumvarpi til að koma í veg fyrir að almenningur fengi upplýsingar um persónuleg auðæfi hennar. Þetta kemur fram í minnisblöðum sem blaðamenn Guardian fundu í breska þjóðskjalasafninu. Minnisblöðin leiða í ljós að persónulegur lögmaður Elísabetar beitti ráðherra þrýstingi til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirliggjandi frumvarpi. Í kjölfarið var ákvæði bætt við sem gerði ríkisstjórninni kleift að veita fyrirtækjum þjóðarleiðtoga undanþágur frá nýjum reglum um gegnsæi. Samkvæmt Guardian var fyrirkomulagið, sem er sagt hafa tekið gildi á 8. áratug síðustu aldar, nýtt til að búa til skúffufyrirtæki til að sveipa eignir og fjárfestingar drottningarinnar leyndarhjúp. Draumur hagsmunavarðarins Upp komst um málið við rannsókn Guardian á fornu fyrirbæri í lögum sem kallast „samþykki drottningar“ (e. Queen's consent). Umrædd hefð kveður á um að ráðherrar láti drottninguna vita áður en frumvarp sem kann að hafa áhrif á krúnuna er tekið til atkvæðagreiðslu. Lögspekingar hafa álitið „samþykki drottningar“ ógegnsæja en skaðlausa tilhögun en Guardian segir minnisblöðin leiða í ljós að um sé að ræða glufu sem gerir drottningunni og lögmönnum hennar kleyft að lesa frumvörp áður en þau eru tekin til umræðu og hafa áhrif á innihald þeirra. Thomas Andres, sérfræðingur í stjórnskipun við Oxford University, segir minnisblöðin sýna að drottningin hafi áhrifavald sem hagsmunaverðir geta aðeins látið sig dreyma um. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá Guardian. Kóngafólk Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Sjá meira
Minnisblöðin leiða í ljós að persónulegur lögmaður Elísabetar beitti ráðherra þrýstingi til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirliggjandi frumvarpi. Í kjölfarið var ákvæði bætt við sem gerði ríkisstjórninni kleift að veita fyrirtækjum þjóðarleiðtoga undanþágur frá nýjum reglum um gegnsæi. Samkvæmt Guardian var fyrirkomulagið, sem er sagt hafa tekið gildi á 8. áratug síðustu aldar, nýtt til að búa til skúffufyrirtæki til að sveipa eignir og fjárfestingar drottningarinnar leyndarhjúp. Draumur hagsmunavarðarins Upp komst um málið við rannsókn Guardian á fornu fyrirbæri í lögum sem kallast „samþykki drottningar“ (e. Queen's consent). Umrædd hefð kveður á um að ráðherrar láti drottninguna vita áður en frumvarp sem kann að hafa áhrif á krúnuna er tekið til atkvæðagreiðslu. Lögspekingar hafa álitið „samþykki drottningar“ ógegnsæja en skaðlausa tilhögun en Guardian segir minnisblöðin leiða í ljós að um sé að ræða glufu sem gerir drottningunni og lögmönnum hennar kleyft að lesa frumvörp áður en þau eru tekin til umræðu og hafa áhrif á innihald þeirra. Thomas Andres, sérfræðingur í stjórnskipun við Oxford University, segir minnisblöðin sýna að drottningin hafi áhrifavald sem hagsmunaverðir geta aðeins látið sig dreyma um. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá Guardian.
Kóngafólk Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Sjá meira