Amr Warda kom heimamönnum í PAOK yfir eftir rétt rúman hálftíma og Sverrir Ingi náði nældi sér í gult spjald skömmu síðar. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og PAOK leiddi með einu marki í hálfleik.
Gestirnir komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin með marki úr vítaspyrnu á 52. mínútu og komust svo yfir þegar tæplega tíu mínútur lifðu leiks. Ingi Ingason jafnaði svo metin á 88. mínútu og staðan orðin 2-2.
Goooooaaaallll!!! #TheIceman #Ingason strikes! #PAOKAPOL 2-2 88' #slgrinterwetten pic.twitter.com/7wTQG7v1n2
— PAOK FC (@PAOK_FC) February 7, 2021
Þrátt fyrir að rúmum níu mínútum hafi verið bætt við tókst hvorugu liði að bæta við marki og tryggja sér sigur. Stigið lyftir PAOK upp í 2. sæti deildarinnar en enn eru 14 stig í topplið Olympiacos. AEK Athens, Aris og Panathinaikos eiga öll leik til góða á PAOK og geta farið upp fyrir Sverri og félaga í töflunni með sigri.
#Photos #Ingason #PAOKAPOL #slgrinterwetten pic.twitter.com/yLux63MZok
— PAOK FC (@PAOK_FC) February 7, 2021