Borgarstjórn tekur ákvörðun um dýraþjónustu í borginni Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 13:34 Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn mun taka ákvörðun um fyrirkomulag vegna dýraþjónustu í Reykjavík. Starfshópur leggur til að þjónusta við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Athugasemd ritstjórnar: Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu, sem sjá má í heild að neðan, þess efnis að borgarráð hefði samþykkt tillögur starfshópsins. Vísir greindi frá tíðindunum og vísaði í tilkynninguna. Sú tilkynning var leiðrétt hálftíma síðar. Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, segist í samtali við Vísi hafa verið of fljót á sér og sent tilkynninguna fyrir mistök. Borgarráð hafi ekki samþykkt tillöguna heldur vísað henni til borgarstjórnar sem taki málið til skoðunar. Tilkynningin sem send var fyrir mistök Borgarráð hefur samþykkt að starfsemi borgarinnar vegna þjónustu við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem heyrir undir íþrótta- og tómstundasvið borgarinnar. Þetta þýðir m.a. að Hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta verða einnig flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Auka á fræðslu- og kynningarstarf um dýrahald í þéttbýli og velferð dýra. Einnig á að huga að dýraumferð við hönnun göngu- og hjólastíga. Endurskoða á samþykkt um dýrahald og koma skráningum vegna þeirra á rafrænt form. Þá verður gert ráð fyrir því að gjaldskrá vegna skráningu hunda muni lækka vegna breyttra aðferða við skráningu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hundagerða fyrir átta milljónir króna, þar af fara tvær milljónir króna í leiktæki og sex milljónir króna í stækkun og bætingu hundasvæða borgarinnar. Niðurstaða starfshóps, sem vann að tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, er sú að með því að færa alla starfsemi yfir til Fjölskyldu- og húsdýragarðs verði öll þjónustu við dýrin hagkvæmari og einfaldari. Þess er vænst að með breytingunum fjölgi skráningum dýra með breyttu verklagi. Gert er ráð fyrir að fjölgun skráninga taki tíma og því þarf viðbótarfjárheimild. Beinn kostnaðarauki vegna breytinga er áætlaður sex milljónir króna vegna nýs styrktarsjóðs og fræðslu- og kynningarmála. Félagasamtök og aðrir sem láta sig dýravelferð máli skipta geta sótt um styrki í nýjan styrktarsjóð. Að lokum er rétt að benda á málefni stærri húsdýra líkt og hesta, sauðfjár og nautgripa verða áfram á umhverfis- og skipulagssviði. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Gæludýr Dýr Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Athugasemd ritstjórnar: Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu, sem sjá má í heild að neðan, þess efnis að borgarráð hefði samþykkt tillögur starfshópsins. Vísir greindi frá tíðindunum og vísaði í tilkynninguna. Sú tilkynning var leiðrétt hálftíma síðar. Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, segist í samtali við Vísi hafa verið of fljót á sér og sent tilkynninguna fyrir mistök. Borgarráð hafi ekki samþykkt tillöguna heldur vísað henni til borgarstjórnar sem taki málið til skoðunar. Tilkynningin sem send var fyrir mistök Borgarráð hefur samþykkt að starfsemi borgarinnar vegna þjónustu við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem heyrir undir íþrótta- og tómstundasvið borgarinnar. Þetta þýðir m.a. að Hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta verða einnig flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Auka á fræðslu- og kynningarstarf um dýrahald í þéttbýli og velferð dýra. Einnig á að huga að dýraumferð við hönnun göngu- og hjólastíga. Endurskoða á samþykkt um dýrahald og koma skráningum vegna þeirra á rafrænt form. Þá verður gert ráð fyrir því að gjaldskrá vegna skráningu hunda muni lækka vegna breyttra aðferða við skráningu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hundagerða fyrir átta milljónir króna, þar af fara tvær milljónir króna í leiktæki og sex milljónir króna í stækkun og bætingu hundasvæða borgarinnar. Niðurstaða starfshóps, sem vann að tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, er sú að með því að færa alla starfsemi yfir til Fjölskyldu- og húsdýragarðs verði öll þjónustu við dýrin hagkvæmari og einfaldari. Þess er vænst að með breytingunum fjölgi skráningum dýra með breyttu verklagi. Gert er ráð fyrir að fjölgun skráninga taki tíma og því þarf viðbótarfjárheimild. Beinn kostnaðarauki vegna breytinga er áætlaður sex milljónir króna vegna nýs styrktarsjóðs og fræðslu- og kynningarmála. Félagasamtök og aðrir sem láta sig dýravelferð máli skipta geta sótt um styrki í nýjan styrktarsjóð. Að lokum er rétt að benda á málefni stærri húsdýra líkt og hesta, sauðfjár og nautgripa verða áfram á umhverfis- og skipulagssviði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynningin sem send var fyrir mistök Borgarráð hefur samþykkt að starfsemi borgarinnar vegna þjónustu við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem heyrir undir íþrótta- og tómstundasvið borgarinnar. Þetta þýðir m.a. að Hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta verða einnig flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Auka á fræðslu- og kynningarstarf um dýrahald í þéttbýli og velferð dýra. Einnig á að huga að dýraumferð við hönnun göngu- og hjólastíga. Endurskoða á samþykkt um dýrahald og koma skráningum vegna þeirra á rafrænt form. Þá verður gert ráð fyrir því að gjaldskrá vegna skráningu hunda muni lækka vegna breyttra aðferða við skráningu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hundagerða fyrir átta milljónir króna, þar af fara tvær milljónir króna í leiktæki og sex milljónir króna í stækkun og bætingu hundasvæða borgarinnar. Niðurstaða starfshóps, sem vann að tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, er sú að með því að færa alla starfsemi yfir til Fjölskyldu- og húsdýragarðs verði öll þjónustu við dýrin hagkvæmari og einfaldari. Þess er vænst að með breytingunum fjölgi skráningum dýra með breyttu verklagi. Gert er ráð fyrir að fjölgun skráninga taki tíma og því þarf viðbótarfjárheimild. Beinn kostnaðarauki vegna breytinga er áætlaður sex milljónir króna vegna nýs styrktarsjóðs og fræðslu- og kynningarmála. Félagasamtök og aðrir sem láta sig dýravelferð máli skipta geta sótt um styrki í nýjan styrktarsjóð. Að lokum er rétt að benda á málefni stærri húsdýra líkt og hesta, sauðfjár og nautgripa verða áfram á umhverfis- og skipulagssviði.
Reykjavík Borgarstjórn Gæludýr Dýr Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira