„Forseti Hæstaréttar fór í vígaferli við mig og lá marflatur að lokum“ Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2021 13:28 Jón Steinar hrósar sigri gegn forseta Hæstaréttar, Benedikt Bogasyni. En sigur hans var tæpur því tveir dómarar af fimm skiluðu inn sératkvæði. Jón Steinar var sýknaður í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar forseta Hæstaréttar. Dómurinn klofnaði í afstöðu sinni, þrír dómara staðfestu niðurstöðu Landsréttar en tveir vildu dæma Jón Steinar sekan. Dómur féll nú rétt í þessu í Hæstarétti í afar athyglisverðu meiðyrðamáli forseta Hæstaréttar, Benedikts Bogasonar á hendur lögmanninum Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi dómara við réttinn. Fimm dómarar dæmdu í málinu, þrír þeirra sýknuðu Jón Steinar og staðfestu niðurstöðu Landsréttar. „Tvær konur skiluðu sératkvæði og vildu sakfella mig og dæma til að greiða miklar bætur og kostnað,“ sagði Jón Steinar en Vísir heyrði í honum strax eftir að dómur var upp kveðinn. Ummælin sem fóru fyrir brjóstið á Benedikt má finna í bók Jóns Steinars, með Lognið í fangið, en þar segir hann að dómur sem féll yfir Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra hafi verið dómsmorð. Benedikt var ekki nefndur í tengslum við það en hann var einn dómara sem dæmdu Baldur og kaus að taka ummælin til sín. „Þetta er langur dómur, ég er ekki farinn að lesa forsendurnar,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Forseti Hæstaréttar fór í vígaferli við mig og lá marflatur að lokum.“ Málið er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á í málaferlum. Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. „Vandfundin alvarlegri ávirðing í garð dómara“ Uppfært kl 14:15 Dómurinn hefur nú verið birtur á vefsvæði Hæstaréttar. Dómarar í málinu eru þau: Árni Vilhjálmsson lögmaður, Hildur Briem settur landsréttardómari, Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari, Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari og Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Ingibjörg og Kristrún skiluðu sératkvæði en þar segir meðal annars: „Hvað alvarleika umræddra ásakana varðar þá verða ummælin, svo sem áður er rakið, ekki skilin á annan veg en þann að aðaláfrýjandi hafi gegn betri vitund kveðið upp rangan dóm og sakfellt saklausan mann. Slík háttsemi af hálfu hæstaréttardómara felur í sér afar alvarlegt brot, hvort sem horft er til lögbundins hlutverks dómara og starfskyldna þeirra, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar og VIII. kafla laga um dómstóla nr. 50/2016, einkum 43. gr laganna, eða þeirra siðferðilegu krafna sem gerðar eru til dómara. Að auki kann slík háttsemi að varða við 130. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Vandfundin er alvarlegri ávirðing í garð dómara. Fela ummælin því í sér grófa aðdróttun í garð aðaláfrýjanda í ljósi stöðu hans.“ Í niðurstöðu meirihlutans segir hins vegar: „Með vísan til alls framanritaðs og að því gættu að rétturinn til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli í þessu samhengi nýtur verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar verður að líta svo á að gagnáfrýjandi hafi með ummælum sínum ekki vegið svo að æru aðaláfrýjanda að það hafi farið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsisins sem lög og réttarframkvæmd hafa mótað. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms er því staðfest. Með hliðsjón af því að efni ummæla gagnáfrýjanda eru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um það hvort með þeim hafi verið farið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsisins, sem gagnáfrýjandi nýtur samkvæmt framansögðu, þykir rétt með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.“ Dómsmál Dómstólar Bókaútgáfa Tjáningarfrelsi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Dómur féll nú rétt í þessu í Hæstarétti í afar athyglisverðu meiðyrðamáli forseta Hæstaréttar, Benedikts Bogasonar á hendur lögmanninum Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi dómara við réttinn. Fimm dómarar dæmdu í málinu, þrír þeirra sýknuðu Jón Steinar og staðfestu niðurstöðu Landsréttar. „Tvær konur skiluðu sératkvæði og vildu sakfella mig og dæma til að greiða miklar bætur og kostnað,“ sagði Jón Steinar en Vísir heyrði í honum strax eftir að dómur var upp kveðinn. Ummælin sem fóru fyrir brjóstið á Benedikt má finna í bók Jóns Steinars, með Lognið í fangið, en þar segir hann að dómur sem féll yfir Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra hafi verið dómsmorð. Benedikt var ekki nefndur í tengslum við það en hann var einn dómara sem dæmdu Baldur og kaus að taka ummælin til sín. „Þetta er langur dómur, ég er ekki farinn að lesa forsendurnar,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Forseti Hæstaréttar fór í vígaferli við mig og lá marflatur að lokum.“ Málið er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á í málaferlum. Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. „Vandfundin alvarlegri ávirðing í garð dómara“ Uppfært kl 14:15 Dómurinn hefur nú verið birtur á vefsvæði Hæstaréttar. Dómarar í málinu eru þau: Árni Vilhjálmsson lögmaður, Hildur Briem settur landsréttardómari, Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari, Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari og Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Ingibjörg og Kristrún skiluðu sératkvæði en þar segir meðal annars: „Hvað alvarleika umræddra ásakana varðar þá verða ummælin, svo sem áður er rakið, ekki skilin á annan veg en þann að aðaláfrýjandi hafi gegn betri vitund kveðið upp rangan dóm og sakfellt saklausan mann. Slík háttsemi af hálfu hæstaréttardómara felur í sér afar alvarlegt brot, hvort sem horft er til lögbundins hlutverks dómara og starfskyldna þeirra, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar og VIII. kafla laga um dómstóla nr. 50/2016, einkum 43. gr laganna, eða þeirra siðferðilegu krafna sem gerðar eru til dómara. Að auki kann slík háttsemi að varða við 130. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Vandfundin er alvarlegri ávirðing í garð dómara. Fela ummælin því í sér grófa aðdróttun í garð aðaláfrýjanda í ljósi stöðu hans.“ Í niðurstöðu meirihlutans segir hins vegar: „Með vísan til alls framanritaðs og að því gættu að rétturinn til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli í þessu samhengi nýtur verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar verður að líta svo á að gagnáfrýjandi hafi með ummælum sínum ekki vegið svo að æru aðaláfrýjanda að það hafi farið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsisins sem lög og réttarframkvæmd hafa mótað. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms er því staðfest. Með hliðsjón af því að efni ummæla gagnáfrýjanda eru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um það hvort með þeim hafi verið farið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsisins, sem gagnáfrýjandi nýtur samkvæmt framansögðu, þykir rétt með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.“
Dómsmál Dómstólar Bókaútgáfa Tjáningarfrelsi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira