Innlent

Svandís ræddi tillögur Þórólfs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svandís hefur oftar en einu sinni kynnt aðgerðir innanlands að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudegi.
Svandís hefur oftar en einu sinni kynnt aðgerðir innanlands að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudegi. Vísir/Vilhelm

Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sitja nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eru meðal annars á dagskrá.

Þórólfur skilaði minnisblaði sínu með tillögum til ráðherra seint í gærkvöldi. Líklegt má telja að Svandís muni bregðast við tillögum sóttvarnalæknis að loknum fundi í dag.

Núverandi reglugerð um aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins gildir til 17. febrúar. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að hann reiknaði með að leggja til einhverjar afléttingar en vildi ekki ræða þær nánar.

Vísir verður í beinni útsendingu frá Ráðherrabústaðnum og ræðir við Svandísi og mögulega fleiri ráðherra að loknum fundi. 

Í vaktinni hér að neðan verður greint frá tíðindum um leið og þau liggja fyrir.

Uppfært: Útsendingunni er lokið en hér að neðan má sjá viðtal við Svandísi um tillögur Þórólfs.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.