Átta með svartar húfur en 23 appelsínugular Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 11:54 Kraftur afhendir fulltrúa Heilbrigðisráðherra undirskriftir vegna breytinga á skimun vegna brjóstakrabbameins Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson 31 kona afhentu aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra rúmlega 37 þúsund undirskriftir fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í Skógarhlíð í morgun. Um táknræna tölu er að ræða varðandi krabbamein en um er að ræða mótmæli við breytingum vegna brjóstaskimana hér á landi. Er þess krafist að ákvæðum um breyttan aldur í brjóstaskimun og breytingu á hve mörg ár líði á milli leghálsskimana verði endurskoðaðar. Dagurinn í dag var valinn því 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Konurnar voru 31 sem tóku sér stöðu en um táknræna tölu er að ræða. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, með undirskriftabunkann.Vísir/Vilhelm „Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun,“ segir í tilkynningu frá Krafti. „Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna.“ Til að sýna þetta myndrænt tók 31 kona sem greinst hefur með brjóstakrabbamein sér stöðu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið við afhendingu listans. Þriðjungur kvennanna bar þá svarta húfu en restin appelsínugula. „Þannig birtist táknmynd kvenna sem greinast með krabbamein fyrir fimmtugt og þeirra sem myndu jafnvel ekki greinast fyrr en það yrði of seint.“ Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins.Vísir/Vilhelm Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins. Breytingarnar áttu að taka gildi um áramótin þar sem konur yfir fimmtugu yrðu boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini en áður var miðað við fjörutíu ára aldur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur síðan ákveðið að fresta gildistöku breytinganna og telur að skýra þurfi nánar tilganginn. Afhending undirskriftanna.vísir/Vilhelm „Eftir að hafa misst móður mína og ömmu báðar úr krabbameini ásamt því að konur mér nærri hafi greinst með krabbamein fyrir fertugt gat ég ekki hugsað mér að sitja hjá og horfa á þessar breytingar á skimunum kvenna. Mér fannst ég verða að gera eitthvað og þá datt mér í hug að setja af stað undirskriftalista til að mótmæla breytingunum,“ segir Jónína Edda. „Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun. Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þær konur og nokkuð ljóst að í einhverjum tilfellum munu þær ekki lifa það af,“ segir Elín. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Er þess krafist að ákvæðum um breyttan aldur í brjóstaskimun og breytingu á hve mörg ár líði á milli leghálsskimana verði endurskoðaðar. Dagurinn í dag var valinn því 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Konurnar voru 31 sem tóku sér stöðu en um táknræna tölu er að ræða. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, með undirskriftabunkann.Vísir/Vilhelm „Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun,“ segir í tilkynningu frá Krafti. „Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna.“ Til að sýna þetta myndrænt tók 31 kona sem greinst hefur með brjóstakrabbamein sér stöðu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið við afhendingu listans. Þriðjungur kvennanna bar þá svarta húfu en restin appelsínugula. „Þannig birtist táknmynd kvenna sem greinast með krabbamein fyrir fimmtugt og þeirra sem myndu jafnvel ekki greinast fyrr en það yrði of seint.“ Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins.Vísir/Vilhelm Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins. Breytingarnar áttu að taka gildi um áramótin þar sem konur yfir fimmtugu yrðu boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini en áður var miðað við fjörutíu ára aldur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur síðan ákveðið að fresta gildistöku breytinganna og telur að skýra þurfi nánar tilganginn. Afhending undirskriftanna.vísir/Vilhelm „Eftir að hafa misst móður mína og ömmu báðar úr krabbameini ásamt því að konur mér nærri hafi greinst með krabbamein fyrir fertugt gat ég ekki hugsað mér að sitja hjá og horfa á þessar breytingar á skimunum kvenna. Mér fannst ég verða að gera eitthvað og þá datt mér í hug að setja af stað undirskriftalista til að mótmæla breytingunum,“ segir Jónína Edda. „Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun. Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þær konur og nokkuð ljóst að í einhverjum tilfellum munu þær ekki lifa það af,“ segir Elín.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira