Átta með svartar húfur en 23 appelsínugular Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 11:54 Kraftur afhendir fulltrúa Heilbrigðisráðherra undirskriftir vegna breytinga á skimun vegna brjóstakrabbameins Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson 31 kona afhentu aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra rúmlega 37 þúsund undirskriftir fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í Skógarhlíð í morgun. Um táknræna tölu er að ræða varðandi krabbamein en um er að ræða mótmæli við breytingum vegna brjóstaskimana hér á landi. Er þess krafist að ákvæðum um breyttan aldur í brjóstaskimun og breytingu á hve mörg ár líði á milli leghálsskimana verði endurskoðaðar. Dagurinn í dag var valinn því 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Konurnar voru 31 sem tóku sér stöðu en um táknræna tölu er að ræða. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, með undirskriftabunkann.Vísir/Vilhelm „Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun,“ segir í tilkynningu frá Krafti. „Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna.“ Til að sýna þetta myndrænt tók 31 kona sem greinst hefur með brjóstakrabbamein sér stöðu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið við afhendingu listans. Þriðjungur kvennanna bar þá svarta húfu en restin appelsínugula. „Þannig birtist táknmynd kvenna sem greinast með krabbamein fyrir fimmtugt og þeirra sem myndu jafnvel ekki greinast fyrr en það yrði of seint.“ Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins.Vísir/Vilhelm Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins. Breytingarnar áttu að taka gildi um áramótin þar sem konur yfir fimmtugu yrðu boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini en áður var miðað við fjörutíu ára aldur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur síðan ákveðið að fresta gildistöku breytinganna og telur að skýra þurfi nánar tilganginn. Afhending undirskriftanna.vísir/Vilhelm „Eftir að hafa misst móður mína og ömmu báðar úr krabbameini ásamt því að konur mér nærri hafi greinst með krabbamein fyrir fertugt gat ég ekki hugsað mér að sitja hjá og horfa á þessar breytingar á skimunum kvenna. Mér fannst ég verða að gera eitthvað og þá datt mér í hug að setja af stað undirskriftalista til að mótmæla breytingunum,“ segir Jónína Edda. „Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun. Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þær konur og nokkuð ljóst að í einhverjum tilfellum munu þær ekki lifa það af,“ segir Elín. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Er þess krafist að ákvæðum um breyttan aldur í brjóstaskimun og breytingu á hve mörg ár líði á milli leghálsskimana verði endurskoðaðar. Dagurinn í dag var valinn því 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Konurnar voru 31 sem tóku sér stöðu en um táknræna tölu er að ræða. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, með undirskriftabunkann.Vísir/Vilhelm „Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun,“ segir í tilkynningu frá Krafti. „Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna.“ Til að sýna þetta myndrænt tók 31 kona sem greinst hefur með brjóstakrabbamein sér stöðu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið við afhendingu listans. Þriðjungur kvennanna bar þá svarta húfu en restin appelsínugula. „Þannig birtist táknmynd kvenna sem greinast með krabbamein fyrir fimmtugt og þeirra sem myndu jafnvel ekki greinast fyrr en það yrði of seint.“ Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins.Vísir/Vilhelm Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins. Breytingarnar áttu að taka gildi um áramótin þar sem konur yfir fimmtugu yrðu boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini en áður var miðað við fjörutíu ára aldur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur síðan ákveðið að fresta gildistöku breytinganna og telur að skýra þurfi nánar tilganginn. Afhending undirskriftanna.vísir/Vilhelm „Eftir að hafa misst móður mína og ömmu báðar úr krabbameini ásamt því að konur mér nærri hafi greinst með krabbamein fyrir fertugt gat ég ekki hugsað mér að sitja hjá og horfa á þessar breytingar á skimunum kvenna. Mér fannst ég verða að gera eitthvað og þá datt mér í hug að setja af stað undirskriftalista til að mótmæla breytingunum,“ segir Jónína Edda. „Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun. Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þær konur og nokkuð ljóst að í einhverjum tilfellum munu þær ekki lifa það af,“ segir Elín.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels