Erlent

32 létu lífið í um­ferðar­slysi í Úganda

Atli Ísleifsson skrifar
Alls lentu fimm bílar í árekstrinum. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Alls lentu fimm bílar í árekstrinum. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Að minnsta kosti 32 eru látnir eftir umferðarslys nærri bænum Kasese í vesturhluta Úganda í gær.

Rauði krossinn í Úganda greinir frá því að auk þess hafi fimm slasast í slysinu.

Slysið átti sér stað þegar vörubíll með líkkistu á pallinum, auk mikils fjölda syrgjandi manna, lenti í árekstri við bíl skömmu fyrir miðnætti. Myrkur var á svæðinu, vegurinn þröngur og í lélegu ásigkomulagi.

Accident Alert #KaseseHimaroad 5 Vehicles involved along Hima Rugendabara road at kihogo - Kasese. 32 dead bodies...

Posted by Uganda Red Cross Society on Tuesday, 2 February 2021

Eftir að áreksturinn varð rákust þrír vörubílar til viðbótar á hina bílana tvo. Lentu því alls fimm bílar í árekstrinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×