Erlent

Vísindamenn segja breska afbrigðið hafa stökkbreyst að nýju

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vísindamenn segja of snemmt að segja til um hvort þau bóluefni sem í notkun eru dugi gegn afbrigðinu. Vinna er þegar hafin við að þróa næstu kynslóð bóluefnis sem tekur mið af nýjum afbrigðum veirunnar.
Vísindamenn segja of snemmt að segja til um hvort þau bóluefni sem í notkun eru dugi gegn afbrigðinu. Vinna er þegar hafin við að þróa næstu kynslóð bóluefnis sem tekur mið af nýjum afbrigðum veirunnar. Vísir/getty

Vísindamenn á Bretlandi segja að erfðaefni hins svokallaða breska afbrigðis veirunnar hafi tekið breytingum að undanförnu sem valdi þeim áhyggjum.

Raðgreining breska afbrigðisins sýnir að það hafi stökkbreyst en nýja afbrigðið kallast E484K. Um ellefu tilfelli af E484K hafa nú fundist á Bretlandseyjum.

Vísindamenn segja of snemmt að segja til um hvort þau bóluefni sem í notkun eru dugi gegn afbrigðinu. Þegar hefur verið gripið til hertra aðgerða í Bretlandi en í gær fór í gang markviss skimun fyrir suður-afríska afbrigðinu sem fannst á nokkrum svæðum en ekki reyndist unnt að rekja smitin líkt og áður.

Í ljósi þess óttast sóttvarnayfirvöld að suður-afríska afbrigðið sé í útbreiðslu í samfélaginu en vísbendingar eru um að bóluefni dugi ekki nægilega vel gegn afbrigðinu. Þetta sýna til dæmis þriðja fasa rannsóknir bóluefnis Janssen.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Julian Tang, veirusérfræðingi við háskólann í Leicester, að nú sé afar mikilvægt að fólk fari eftir sóttvarnareglum til að reyna að koma í veg fyrir að veiran stökkbreytist enn frekar. Því séu persónulegar sóttvarnir með því mikilvægasta sem almenningur getur gert til að draga úr útbreiðslu.

Jafnvel þótt kæmi í ljós að einhver bóluefni dugi ekki gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar er vinna þegar hafin við að þróa næstu kynslóð bóluefnis sem tekur mið af nýjum afbrigðum.


Tengdar fréttir

Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni

Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum.

„Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðó­næmi“

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.