Innlent

Vísbendingar um að hreyfing sé komin á klakastífluna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin var tekin í síðustu viku.
Myndin var tekin í síðustu viku. Almannavarnadeild

Þjóðvegi 1 frá Námaskarði að gatnamótum Vopnafjarðarafleggjara hefur verið lokað þar sem vísbendingar eru um að hreyfing sé komin á klakastífluna sunnan við brúna sem fer yfir Jökulsá á Fjöllum.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra en Vegagerðin og lögreglan á Norðurlandi eystra tóku ákvörðun um að loka veginum.

Undanfarna daga hefur vegurinn aðeins verið opinn í birtingu.

Hjáleið er um Norðausturströndina, Húsavík, Þórshöfn og Vopnafjörð. Verið að er að kanna aðstæður og starfsmenn Veðurstofu Íslands fylgjast vel með mælitækjum í og við ána.

Lögreglan á Norðurlandi Eystra ásamt Vegagerðinni hafa lokað þjóðvegi 1 frá Námaskarði að gatnamótum...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Tuesday, February 2, 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.