Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 12:11 Alþingi hefur veitt heimild til að selja allt að 35 prósenta hlut í Íslandsbanka sem er alfarið í eigu ríkisins. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur falið Bankasýslunni að halda áfram með söluferli á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka sem er alfarið í eigu ríkisins. Næstu þrír mánuðir fari í að undirbúning, ráðningu ráðgjafa, gerð útboðslýsingar og könnunar á hug fjárfesta. Að því loknu verði lagt mat á hvort skrefið verði stigið til fulls með skráningu bankans á markað í vor. Bjarni Benediktsson segir ríkið vilja fá gott og sanngjarnt verð fyrir selda hluti í Íslandsbanka og vonar að almenningur sýni hlutabréfunum mikinn áhuga.Stöð 2/Arnar „Það verður þess vegna ekki fyrr en í maí sem við stöndum í rauninni frammi fyrir endanlegri ákvörðun en við viljum vera tilbúin til að skrá bankann þá. Það þarf að sækja um heimild til að skrá hann og fara í aðrar undirbúningsaðgerðir,“ segir Bjarni. Það fari eftir áhuga á bréfunum hvort heimild Alþingis til að selja allt að 35 prósent verði fullnýtt. Meira verði selt ef áhuginn reynist mikill en kannski nær 25 prósentum ef það henti betur miðað við markaðsaðstæður. Ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir hlutinn. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntningar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ segir fjármálaráðherra. Það væri mjög æskilegt að almenningur eignaðist góðan hlut í bankanum. Að mörk fyrir lágmarkskaup á hlutum verði ekki of há. Í hlutafjárútboði Icelandair í september hafi lágmarkið verið 100 þúsund. „Ef hundrað þúsund krónur eða eitthvað þar í kring væri mögulegt, væri ekki of kostnaðarsamt og svo framvegis þætti mér það líklegt til að opna útboðið fyrir stærri hópi.“ Almenningur sýndi Icelandair mikinn áhuga. Ertu að vona að það endurtaki sig þarna? „Já, ég held að það sé mikið heilbrigðismerki að fleiri komi aftur inn á hlutabréfamarkaðinn,”“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. 27. janúar 2021 14:00 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. 21. janúar 2021 11:29 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur falið Bankasýslunni að halda áfram með söluferli á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka sem er alfarið í eigu ríkisins. Næstu þrír mánuðir fari í að undirbúning, ráðningu ráðgjafa, gerð útboðslýsingar og könnunar á hug fjárfesta. Að því loknu verði lagt mat á hvort skrefið verði stigið til fulls með skráningu bankans á markað í vor. Bjarni Benediktsson segir ríkið vilja fá gott og sanngjarnt verð fyrir selda hluti í Íslandsbanka og vonar að almenningur sýni hlutabréfunum mikinn áhuga.Stöð 2/Arnar „Það verður þess vegna ekki fyrr en í maí sem við stöndum í rauninni frammi fyrir endanlegri ákvörðun en við viljum vera tilbúin til að skrá bankann þá. Það þarf að sækja um heimild til að skrá hann og fara í aðrar undirbúningsaðgerðir,“ segir Bjarni. Það fari eftir áhuga á bréfunum hvort heimild Alþingis til að selja allt að 35 prósent verði fullnýtt. Meira verði selt ef áhuginn reynist mikill en kannski nær 25 prósentum ef það henti betur miðað við markaðsaðstæður. Ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir hlutinn. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntningar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ segir fjármálaráðherra. Það væri mjög æskilegt að almenningur eignaðist góðan hlut í bankanum. Að mörk fyrir lágmarkskaup á hlutum verði ekki of há. Í hlutafjárútboði Icelandair í september hafi lágmarkið verið 100 þúsund. „Ef hundrað þúsund krónur eða eitthvað þar í kring væri mögulegt, væri ekki of kostnaðarsamt og svo framvegis þætti mér það líklegt til að opna útboðið fyrir stærri hópi.“ Almenningur sýndi Icelandair mikinn áhuga. Ertu að vona að það endurtaki sig þarna? „Já, ég held að það sé mikið heilbrigðismerki að fleiri komi aftur inn á hlutabréfamarkaðinn,”“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. 27. janúar 2021 14:00 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. 21. janúar 2021 11:29 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25
Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. 27. janúar 2021 14:00
Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. 21. janúar 2021 11:29