Fjöldi tillagna til að efla knattspyrnu kvenna Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2021 14:00 Ísland á eitt af sextán bestu landsliðum heims en knattspyrna kvenna er í sókn um allan heim og KSÍ þarf að gæta þess að dragast ekki aftur úr. vísir/vilhelm Stofnun U21 eða U23 landsliðs kvenna, áskorun á knattspyrnufélög um kynjakvóta í stjórnum, og hvatning til styrktaraðila um aukinn hlut til knattspyrnu kvenna. Þetta eru þrjár af mörgum tillögum sem starfshópur á vegum KSÍ leggur til í skýrslu um heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. Á ársþingi KSÍ fyrir tveimur árum var lögð fram tillaga þess efnis að ráðist yrði í heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. A-landsliðsnefnd kvenna fékk verkefnið á sitt borð og hefur nú sent frá sér skýrslu sem unnin er af fjórum vinnuhópum, sem hver hafði fulltrúa úr nefndinni. Ætla má að alls hafi um 200 manns úr knattspyrnuhreyfingunni lagt hönd á plóg við vinnu skýrslunnar. Markmiðin með vinnunni voru: Að stúlkur fái að vaxa og dafna í fótbolta á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Að fleiri stúlkur æfi fótbolta. Að fá fleiri konur í leiðtogahlutverk í fótboltanum þ.e. í stjórnum og ráðum, sem þjálfara, sjálfboðaliða og dómara. Að auka gæði og samkeppnishæfni knattspyrnu kvenna. Að styrkja stöðu kvenna í hreyfingunni allri. Fimm af tillögum starfshópsins hafa þegar komið til framkvæmda. Þannig hafa landsliðsæfingar verið endurskipulagðar svo að leikmenn geti frekar leikið með sínum félagsliðum um helgar. Stjórn KSÍ hefur samþykkt kynjakvóta í nefndum sínum. Nýtt leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna hefur verið útfært og þurfa félögin í deildinni því að uppfylla þær kröfur sem þar eru gerðar til að fá að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í 4. flokki verður hægt að tefla fram 8 manna liðum, og aðstoð við afreksþjálfun íslensku félaganna hefur verið komið á laggirnar. Þær tillögur sem ætlunin er að komi svo til framkvæmda á næstu mánuðum og árum má sjá hér að neðan. Þess ber að geta að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í síðustu viku að ætlunin væri að að U23-landslið kvenna byrjaði að æfa og spila leiki á þessu ári. Nýr A-landsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson, hefði umsjón með verkefninu. Tillögur að aðgerðum til að efla knattspyrnu kvenna.Úr skýrslu starfshóps KSÍ Nánar má lesa um skýrsluna með því að smella hér. Skýrsluna í heild má sjá hér. Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Á ársþingi KSÍ fyrir tveimur árum var lögð fram tillaga þess efnis að ráðist yrði í heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. A-landsliðsnefnd kvenna fékk verkefnið á sitt borð og hefur nú sent frá sér skýrslu sem unnin er af fjórum vinnuhópum, sem hver hafði fulltrúa úr nefndinni. Ætla má að alls hafi um 200 manns úr knattspyrnuhreyfingunni lagt hönd á plóg við vinnu skýrslunnar. Markmiðin með vinnunni voru: Að stúlkur fái að vaxa og dafna í fótbolta á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Að fleiri stúlkur æfi fótbolta. Að fá fleiri konur í leiðtogahlutverk í fótboltanum þ.e. í stjórnum og ráðum, sem þjálfara, sjálfboðaliða og dómara. Að auka gæði og samkeppnishæfni knattspyrnu kvenna. Að styrkja stöðu kvenna í hreyfingunni allri. Fimm af tillögum starfshópsins hafa þegar komið til framkvæmda. Þannig hafa landsliðsæfingar verið endurskipulagðar svo að leikmenn geti frekar leikið með sínum félagsliðum um helgar. Stjórn KSÍ hefur samþykkt kynjakvóta í nefndum sínum. Nýtt leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna hefur verið útfært og þurfa félögin í deildinni því að uppfylla þær kröfur sem þar eru gerðar til að fá að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í 4. flokki verður hægt að tefla fram 8 manna liðum, og aðstoð við afreksþjálfun íslensku félaganna hefur verið komið á laggirnar. Þær tillögur sem ætlunin er að komi svo til framkvæmda á næstu mánuðum og árum má sjá hér að neðan. Þess ber að geta að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í síðustu viku að ætlunin væri að að U23-landslið kvenna byrjaði að æfa og spila leiki á þessu ári. Nýr A-landsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson, hefði umsjón með verkefninu. Tillögur að aðgerðum til að efla knattspyrnu kvenna.Úr skýrslu starfshóps KSÍ Nánar má lesa um skýrsluna með því að smella hér. Skýrsluna í heild má sjá hér.
Að stúlkur fái að vaxa og dafna í fótbolta á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Að fleiri stúlkur æfi fótbolta. Að fá fleiri konur í leiðtogahlutverk í fótboltanum þ.e. í stjórnum og ráðum, sem þjálfara, sjálfboðaliða og dómara. Að auka gæði og samkeppnishæfni knattspyrnu kvenna. Að styrkja stöðu kvenna í hreyfingunni allri.
Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira